Skírnir - 01.04.1989, Side 159
SKÍRNIR
HALLDÓR STEFÁNSSON . . .
153
sögum fyrstu bókarinnar og auk þess í fjórum öðrum frá árunum
1930-35. Oftast nær er aðeins ein eða tvær í hverri sögu (fyrir utan
„Dauðann á 3. hæð“), og þeirra gætir einkum í sviðsetningum. Að
öðru leyti er stíll þessara sagna í samræmi við raunsæishefð.
Persónulýsingar
Sveinn Skorri Höskuldsson rekur með dæmum í riti sínu um Gest
Pálsson, að sögupersónur hans séu næsta fábreyttar að útliti og
innri gerð. Þó leggi Gestur nokkra rækt við útlitslýsingar, að hætti
raunsæismanna og í samræmi við íslenska sagnahefð. Utliti sé yfir-
leitt lýst beint, en skapferli óbeint, þ.e. lýst af öðrum persónum,
eða það birtist í orðum persónunnar, hugsunum hennar eða
gerðum. Sögurnar þróist æ meir til óbeinnar skapferlislýsingar,
sem sé einráð í síðustu sögunni. Mikið rúm og æ meira fari í að
rekja hugsanir persóna, en best heppnist þær sem án þess séu.
Framan af sjái höfundur inn í hug ýmissa persóna, en sögurnar
verði æ meir á þá lund að í þeim ríki eitt samræmt sjónarhorn, allar
persónur sjáist utanfrá. Allar persónurnar séu einlyndar nema ein,
og það sé megingalli sagnanna, því þær eigi yfirleitt að vera harm-
rænar, en til þess dugi ekki einlyndar persónur.11
Persónur þeirra sagna Halldórs Stefánssonar sem hér um ræðir,
eru einnig allar einlyndar, en annars ólíkar þessu að gerð. Útlitslýs-
ingar sem sýna eingöngu persónuleg sérkenni eru með minnsta
móti, en mest ber á því að útlit lýsi innra manni, enda er skapferli
iðulega lýst beint, en stundum kemur það fram í orðum persóna og
gerðum. Sagt er frá hugsunum flestra persóna. Útliti er hér jafnan
lýst beint, stundum að einhverju leyti óbeint (kaupmannsfrúnni í
gegnum hugsanir manns hennar í „Dauðinn á 3. hæð“, bls. 22). Það
er aftur í samræmi við raunsæishefð í persónulýsingum að skap-
gerðarlýsingar eru stundum óbeinar, t.d. er lesendum ekki sagt að
Geirmundur í „Rétti“ sé stoltur öreigi. Það kemur fram í því, að
gagnvart frekjulegri málaleitan kaupmanns „dregur hann augað í
pung“ og svarar með útúrsnúningum og glensi. I „Hinn mikli
segull“ er aldrei lýst skapgerð persóna, hún birtist jafnan í samtöl-
um þeirra eða hugsunum. Svo er og yfirleitt í „Dauðinn á 3. hæð“,
og málfar er þá sérkennilegt fyrir hverja persónu, einnig í því sem