Skírnir - 01.04.1989, Page 160
154
ÖRN ÓLAFSSON
SKIRNIR
rakið er af hugsunum þeirra. Þetta á við um kyndarann, kaupmann
og konu hans, stúd. júr., verksmiðjueiganda og verkamann. Hins-
vegar er þetta ekki alltaf sannfærandi, svo sem þegar atvinnu-
leysinginn notar á stéttbróður sinn ávarpið „verkamaður“, eða
málarinn endar ræðu sína með ankannalegri spurningu „Segi ég
satt?“
Lýsing t.d. kaupmannsins í „Réttur“ ræðst augljóslega af hlut-
verki hans:
Hann var maður stórvaxinn og útlimaþungur. Andlitið var eins og það
hefði aldrei verið fullgert, heldur bar keim af óskapnaði hins upprunalega.
Augun lágu utarlega og gerðu svipinn framhleypinn. (bls. 136)
Oll framganga hans er svo samkvæmt þessu, stjórnlaus fram-
kvæmdasemi, og frekja gagnvart öreiganum Geirmundi,
sem var lítill og væskilslegur, boginn og kræklóttur af saltburði og kola-
burði, svo það gat verið óárennilegt, ef kaupmaður legðist ofan á hann.
Hann mundi merja hann eins auðveldlega og Geirmundur lús með nögl-
inni. (bls. 141)
Utlit aðalpersónunnar í „Dauðinn á 3. hæð“ mótast einnig af
hlutverki hans: „maður, álútur og slyttulegur í spori [...] lágvaxinn
með kúptar herðar, sem lýsa sliti en ekki þjálfun" (bls. 8). Síðan er
veikbyggðum hálsi hans lýst sérstaklega, en það er forboði þess að
hann hengi sig. Verksmiðjueigandinn í sömu sögu hefur einkum
áhyggjur af dauðveikri konu sinni. En útlitslýsing hans mótast al-
veg af hlutverki hans sem kapítalista, arðrœningja: “hávaxinn mað-
ur með körkulegan svip og langafingur. Útlit hans var enn óbreytt,
nema hvað hrafnswzn hár hans var orðið hæruskotið í vöngunum"
(bls. 39). Svipað er með verðandi lögfræðing, hann er sýndur sem
þjónn yfirstéttarinnar, og útlitið minnir í senn á ránfugl og hákarl:
lítill maður, ljóshærður með rjóðar kinnar, [...] ákaflega grannur og lotinn
í herðum, náeygður, með oddhvasst nef, sem rís upp að framan og gerir
andlitssvipinn keskinn. Framstandandi munnurinn, þéttsettur örsmáum
tönnum, lýsir grimmdarlegu hugarfari. (bls. 31)