Skírnir - 01.04.1989, Síða 162
156
ÖRN ÓLAFSSON
SKÍRNIR
Búkur hans reis eins og risavaxinn trjábolur, upp úr stólnum, og endaði í
stóru, hvítu andliti, sem var afskræmt af öri eftir illa saumað sár, sem náði
frá gagnauga niður á kjálkabarð. Augun gljáðu eins og ípostulínshundi og
störðu langt út í heim svaðilfara í fjarlægum hafnarbæjum. A borðinu fyrir
framan hann stóð brennivínsflaska; um hana hélt hann annari hendinni,
sem líktist blástimpluðu sauðarkrofi (bls. 33)
E.t.v. á annarleg lýsing hans meðfram að sýna að hann er fjarver-
andi í anda. Mest munar þó um afkáralega - og nýtíska - mynd f eita
kaupmannsins í sömu sögu:
enda var kaupmaðurinn ekki kulvís, því spik hans mundi hafa nægt til að
gera sex horaða menn sæmilega feita, ef það hefði verið þjóðnýtt. Þar sem
hann sat, var hann áþekkastur gúmmíkarlinum á auglýsingum um
Michelinbílagúmmí, allur með þykkum fellingum hringinn í kring, allt frá
nöktum, gljáandi kollinum niður á tær. Maður gat hugsað sér, að ef stungið
væri prjóni í þetta ferlíki, mundi fara úr því vindur og það síga saman, uns
það lægi eins og hringur á gólfinu. (bls. 20)
Með svona ágengum lýsingum skapast á ýmsan hátt það sem kallað
var kuldi eða kaldhæðni,12 einnig getur þessi fjarlægð frá viðfangs-
efninu orkað sem mjög hlutlæg frásögn af dæmigerðum fyrirbær-
um, líkt og upphaf sögunnar „Réttar“ - enda þótt hér sé í rauninni
látin í ljós mikil andúð á umræddum manni, og ýjað að því að vel
mætti hugsa sér þjóðnýtingu á honum. En mesta athygli vekur að
þetta eru myndrænar lýsingar og sérkennilegar vegna langsóttra
viðlíkinga, eins og í umhverfislýsingunum. Sama nýsköpun kemur
einnig hér fram, í sérkennilegri mynd persóna, í stað skapgerðar-
lýsinga og persónusköpunar.
Ekki er nóg með að allar persónur þessarar sögu séu einlyndar,
heldur eru flestar þeirra skrípamyndir. Undantekningar eru at-
vinnuleysinginn og kona hans, það lítið sem til hennar sést, vinnu-
kona og verkamaður, og svo verksmiðjueigandinn. Þetta eru full-
trúar verkalýðsstéttar og höfuðandstæðings hennar, en miðstéttar-
fólkið er allt skoplegt á sama hátt, það reynir að sýnast fínna en það
er. Þannig er grínið um alræmdan áhuga borgaralegs kvenfólks á
dulrænum efnum, og að yngsta stúlkan, kaupmannsdóttir, þykist
umfram allt vera veraldarvön. Undantekning frá þessu stéttar-
mynstri virðist vera afkáraleg lýsing kyndarans, sem birt var hér að