Skírnir - 01.04.1989, Page 163
SKÍRNIR
HALLDÓR STEFÁNSSON . . .
157
framan. Mætti hugsa sér að af honum sé dregin skrípamynd vegna
þess að hann er ekki stéttvís, heldur ofurseldur áfengi og snýst gegn
atvinnuleysingjanum. Einnig kemur bókmenntahefð til álita, að
gamall kall viðloðandi hús sé oft skrípamynd. En líklegasta
skýringin sýnist mér vera að þessi annarlega og afskræmislega
mynd kyndarans sé óhugnanlegur fyrirboði. Hann er fyrsti mað-
urinn sem atvinnuleysinginn hittir á leið sinni í gegnum húsið til
dauðans.
Sögumaður og sjónarhorn
Við sjáum að frásögn sagnanna mótast mjög af ákveðnu sjónar-
miði, en sögurnar eru ekki sagðar af einni persónu sögunnar meðal
annarra, heldur í þriðju persónu frásögn. En hér verður talað um
sögumann, hvort sem sagt er fráí 1. persónu eða 3. persónu. Það er
að fyrirmynd m. a. Wayne C. Booth og franska fræðimannsins
Gérard Genette. Njörður Njarðvíkfylgirgamalli hefðíþvíað kalla
sögumann 3. persónu sögu söguhöfund í útbreiddri kennslubók,13
en það sýnir sig hér á eftir að við verðum að greina á milli sögu-
manns og söguhöfundar. Þó leggur Njörður réttilega áherslu á að
sitt er hvað, söguhöfundur og persónan sem samdi söguna, í þessu
tilviki maðurinn Halldór Stefánsson. Orðið „söguhöfundur"
merkir þá samtengjandi sköpunarvilja hverrar sögu.
Þegar á líður söguna „Dauðinn á 3. hæð“ verður lítið sem ekkert
um fyrrgreindar langsóttar viðlíkingar, en þeim mun meira um að
beinlínis komi fram mat sögumanns eins og í huglægum umhverf-
islýsingum í upphafi, svo sem rakið var. Þetta mat er einkum í
undantekningum frá óbeinum skapferlislýsingum, svo sem þegar
lýst er atvinnuleysingjanum í sögumiðju og svo kaupmanni og
blaðamanni, sem báðum er lýst af miklum fjandskap. Ekki nóg
með að einkum sé sagt frá því látæði þeirra sem þykja má lítilmót-
legt (svo sem að blaðamaðurinn skuli éta súkkulaði í laumi og lesa
af aðdáun eigin óbirt rit), heldur talar sögumaður beinlínis niðr-
andi um þessar tvær persónur: „Blaðamaðurinn [...] átti enga heit-
ari ósk en að fá að vera einn með draumóra sína og leikaraskap.
[...] Hæðilegt bros lék um táplítinn munninn“(bls. 42). „Mennirn-
ir sátu enn nokkra stund og skiptust á innantómum orðum um lífið