Skírnir - 01.04.1989, Síða 164
158
ÖRN ÓLAFSSON
SKÍRNIR
og dauðann“(bls. 47). Um kaupmanninn segir: „Með þrautseigju
hins sljóvitra manns [. . .] hefnd [. . .] fyrir fákunnáttu sína og
heimskn [. . .] prentar fitukleppurinn í stólnum" (bls. 20-21). Þessi
skoðun á honum staðfestist svo rétt á eftir af því, að kona hans er
látin bera hana fram í rifrildi. Af sama tagi eru andstæðar klisjur um
kommúnistann: „Sterklegar hendur hans eru greyptar saman á
brjóstinu, sem liggur fram á borðröndina. I veðurbörðu andliti
hans lýsir sér órækur vilji til að brjóta til mergjar þá hugsun, sem
liggur bak við hin smáu tákn í bókinni" (bls. 49).
Einhversstaðar hefi ég rekist á þá túlkun að mynd þessa
kommúnista sé neikvæð, með því að sagan sýni hann niðursokkinn
í bækur sem sundurgreini auðvaldsþjóðfélagið, en ófæran um að
hjálpa fórnarlambi þess. En til að fallist yrði á þann skilning, þyrfti
sagan að sýna einhverja vanrækslu hans gagnvart atvinnuleysingj-
anum. Eðlilegra virðist mér að sjá mynd þessa kommúnista sem já-
kvæðan valkost, þann síðasta sem atvinnuleysinginn rekst á. Ur því
að hann gengst ekki inn á sjónarmið kommúnistans, bíði hans ekk-
ert nema tortíming.14
Ekki er auðséð hví sögumaður er svo neikvæður í garð kaup-
manns og blaðamanns. Ekkert í gangi sögunnar krefst þess, og
naumast heldur pólitísk hneigð hennar. Vissulega er kaupmaður-
inn af eignastétt, en sjálfur kapítalistinn, verksmiðjueigandinn, fær
miklu mannlegra yfirbragð og skapgerðarlýsingu. Stúd. júr. er að
sönnu gerður fráhrindandi í útlitslýsingu og talar háðslega um hin-
ar vinnandi stéttir, málflutningur hans í þágu yfirstéttarinnar er
gerður tortryggilegur með því að hann er drukkinn, og hann er
gerður spaugilegur með því að vera skrækróma en rembast við að
vera dimmraddaður. Ekki dynja þó á honum skammir sögumanns.
Og hvað hefur blaðamaður til saka unnið? Það helst að lifa í
draumum um eigið ágæti, sem aðrir vilja ekki fallast á, virðulegt fas
hans er svo í stíl við draumóra hans. Það hvarflar að manni að þetta
sé lykilsaga, þegar andúðin er án sjáanlegs tilefnis. En vissulega má
sjá þennan frásagnarhátt sem tilbrigði við skrípamyndirnar, og
tilbreytingu þarf í þessa löngu sögu, sem er fyrst og fremst ganga
atvinnuleysingjans milli fulltrúa helstu þjóðfélagshópa, enginn
getur gert - eða vill gera - neitt fyrir hann, svo hann endar í snör-
unni. Þetta er ennfremur í samræmi við það hve huglægur stíllinn