Skírnir - 01.04.1989, Blaðsíða 165
SKÍRNIR
HALLDÓR STEFÁNSSON . . .
159
einatt er, og sögumaður ber oftar fram beinlínis skoðanir sínar á
málefnum og mönnum, t. d. í frásögn af hugsunum vinnukonu
(bls. 28—9), á orðalagi sem er ekki þesslegt að hún noti það sjálf,
ómenntuð alþýðustúlka uppúr 1930 (m. a. bls. 28: „Karldýrið
hafði yfirgefið hana og hún sat eftir með þungann og ábyrgðina
gagnvart þjóðfélaginu“). Þetta þróast út í fyrirlestur um kynlíf
ógiftra kvenna og hvernig sjáist af þeim málum að þjóðfélagið sé
innréttað fyrir eignafólk. Líkt talar sögumaður um atvinnuleys-
ingjann:
Og þó hafði hann alla sína slitsömu æfi orðið að skríða í auðmýkt fyrir
óþokkum sem yfir hann voru settir og níddust á honum; jafnvel af félögum
sínum hafði hann verið hæddur og hundbeittur. (bls. 19)
Það er áberandi breytilegt í þessum smásögum Halldórs hversu vítt
sjónarsviðið er. Alsiða var að byrja sögur á yfirlitsmynd, t.d. heils
héraðs ogþrengja síðan sjónarhornið til að víkja að einstökum per-
sónum. Aftur víkkaði svo sviðið í sögulok, og gjarnan inn á milli,
til að sýna veðurfar í sveitinni, héraðsbúa á samkomu o. s. frv.15 En
í sögum Halldórs kemur þetta á annan hátt, það eru svokallaðar
„kuldalegar yfirlitsmyndir“, eins og upphaf sögunnar „Réttur“,
eða þá „rammagreinar"16 í „Liðsauki“ (1931) og „Réttvísin
gegn“(1935), sem lýsa atvinnulausum öreigum, sú fyrri í Berlín,
hin í Reykjavík. Rammagreinarnar fjalla um atvinnuleysi og hag-
kerfi auðvaldsins almennt, sýna þau öfl sem ráða gangi mála, en
síðan rekur sagan hvernig þau koma við tiltekna einstaklinga. Það
er með venjulegum raunsæissvip, en rammagreinarnar einkennast
hinsvegar af kaldranalegu orðalagi sögumanns og fjarlægð frá efn-
inu á yfirborðinu. Orðalagið sýnir þó greinilega afstöðu, svo sem
þegar segir að á kvöldin fari auðherrarnir, „konur þeirra og börn í
leikhúsin og á skemmtistaðina og eyða sem svarar nokkrum tonn-
um af hjágatnagrjóti og drekka niðursoðið sólskin fyrir nokkra lítra
af blóði klettabúanna“ (Dauðinná3. hœð, bls. 61). Skáletruð er hér
sérkennileg líking (fyrir vín), og orðalagið er ágengt. Annars minn-
ir frásagnarháttur þessara klausna mest á blaða- eða tímaritsgrein
um þjóðfélagsmál, og Halldóri tekst vel að skipta á milli þessara
tveggja hátta í sögu, svo að ýmist sjástpersónurnar í nærmynd, eða
það net ópersónulegra afla, sem þær berjast árangurslaust í. En