Skírnir - 01.04.1989, Page 166
160 ÖRN ÓLAFSSON SKÍRNIR
sameiginlegt öllu þessu er breytilegur frásagnarháttur sögumanns,
það er eins og hann skipti um gír.
Að lokum þessarar upptalningar er að víkja að setningaskipan.
Hún er ekki sérkennileg í þessum sögum Halldórs, nema hvað
styttar, ófullkomnar setningar eru áberandi í þremur síðustu sög-
um bókarinnar ífáum dráttum. I smásögunni „Dulmögn" segirfrá
einangruðu sveitaheimili þar sem ríkir „eldsúr þögn“, leiði, tor-
tryggni og bældar hvatir. Lýsing þessa er í hefðbundnum stíl, nema
lýsing hugarástandsins fer út í upptalningu setningaslitra. En eink-
um gerist sú stílbreyting þegar dregur til tíðinda á táknrænan hátt,
hömlurnar bresta og stíllinn umturnast með, þegar aðalpersónan
ummyndast úr íslenskum sveitamanni í „frummann“:
Aftur lítur maðurinn upp. Stendur hálfboginn. Mælir fjarlasgðina með aug-
unum. Athugar að klöppin er hál. Parna er urð, sem hægt er að fóta sig í.
Hann dregur sig í hnút, heldur á hnífnum í hægri hendinni. Stekkur. - Sel-
urinn hrekkur upp. Hvæsir. Snýst undan að sjónum, reisir sig upp og kast-
ar sér áfram. Hnífurinn blikar. Blóðbuna. Selurinn rekur upp dimmt
öskur, reynir að bíta. Maðurinn leggst ofan á hann, þrengir fingrunum inn
í augun á honum. Stingur aftur með hnífnum. - Dauðateygjur. (bls. 125-6)
Stíl af þessu tagi má sannarlega kenna við eimlestarhraða, svo sem
Einar Olgeirsson gerði (í tv. grein, bls. 102). Hann miðlar vel hug-
aræsingu eða annarlegu ástandi, og getur því gefið dramatískan
þrótt þar sem við á í sögu. í annarri smásögu þessarar bókar,
„Hreinarnir", er hann mest áberandi í sviðsetningu fyrst, þegar
aðalpersónan ákveður að yfirgefa aldraðan mann sinn og barn
vegna ástar á öðrum manni. Þar eru annarlegar viðlíkingar, svo sem
áður var rakið, og hljóðlíkingar: „Heima við prestshúsið hengir
gömul kona upp mislitan þvott, það lekur úr honum ofan á stein-
ana með aulalegu hljóði - kliss - kliss“ (bls. 134, sjá einnig 147).
Þessi styttingastíll kemur svo aftur í hugarstríði aðalpersónu í
sögulok (bls. 138-9), þegar hún sér mann sinn og barn aftur, eftir
að ástarævintýrið misheppnaðist. Þannig miðlar stíllinn tilfinning-
um konunnar, hugaræsingi og því, hvernig kunnuglegt umhverfi
verður henni framandlegt þegar hún hverfur frá því.
Þótt Halldór tæki þennan setningabrotastíl ekki upp fyrr en eftir
að hann fór til Berlínar, þá er mjög líklegt að hann hafi þekkt hann