Skírnir - 01.04.1989, Page 167
SKÍRNIR
HALLDÓR STEFÁNSSON . . .
161
fyrir á íslensku, því þetta er eitt megineinkenni stíls Porgils gjall-
anda, svo sem Þórður Helgason hefur rakið (bls. 54 o. áfr.). Þetta
vakti mikla athygli á Islandi í byrjun 20. aldar, en var alþekkt á
Norðurlöndum sem eitt einkenni impressjónisma. Athyglisvert er
að lítið ber á þessu stíleinkenni hjá Halldóri eftir fyrstu bókina.
Hér sáum við fernskonar frávik frá ríkjandi frásagnarhefð. í
fyrsta lagi einkennast sviðsetningar stundum af mikilli fjarlægð frá
sögupersónum, talað er um örlög þeirra innan ramma hagfræði og
stjórnmála. Það eitt er nýtt, en af sama tagi er sérkennilegt líkinga-
mál. I öðru lagi eru lýsingar stundum óvenju myndrænar. í þriðja
lagi tekur sögumaður ( 3. persónu) stundum beinlínis afstöðu til
sögupersóna og atburða, og loks er stíllinn stundum sundurleitur,
í fáeinum sögum frá 1930 færist hann jafnvel yfir í setningaslitur til
að tjá tilfinningastríð. Nú skal hugað að því hvernig þessi atriði
sýna sig í tveimur sögum.
Byggmg tveggja sagna
Bókinni ífáum dráttum (1930) lýkur á sögunni „Nýmálað“. Þar
ber nokkuð á sundurleitum stíl, t. d. í dæmisögu í upphafi, en þar
talar Eva í fornsagnastíl, líkt og Karli í Landnámu, en Adam svarar
á hversdagslegu talmáli. Þetta má láta lesendum hnykkja við og fá
þá til að skoða syndafallssöguna í nýju ljósi, enda er bann drottins
þar skoplega sett fram sem skilti með áletruninni „Nýmálað“. Og
til þess mun stílmunurinn gerður, að lesendur taki afstöðu með
Evu, en þyki Adam heybrók. Arna Hallgrímssyni (tv. ritdómur)
fannst þessi saga stefnulaus eins og fleiri sagnanna, lengi vel haldi
lesendur að þetta sé ádeilusaga um stéttaátök. „En svo slær alt í einu
út í fyrir honum og sagan rennur út í sand óráðsdrauma- um engla
himnaríkis og sankti Pétur - og staðlausra vökuóra um æsku-
hreysti og „sports“bræðralag.“ Einari Olgeirssyni (tv. rit, bls. 104-
5) finnst sagan mjög gölluð af svipuðum ástæðum, Reykjavíkurlýs-
ing hefði átt að koma í stað tals um Adam og Evu. Mér sýnist þessi
gagnrýni stafa af misskilningi á því, að verkið er óvenjulegt, ósam-
stætt á yfirborðinu, en í rauninni er samhengi undir niðri. Eftir
dæmisöguna af Adam og Evu í upphafi kemur hugleiðing um fram-
setningu boða og banna. Þá segir 2. k. frá ungum manni sem kemur
til Reykjavíkur, talað er um hana og fjöllin í kring í persónu-
Skírnir- 11