Skírnir - 01.04.1989, Side 168
162
ÖRN ÓLAFSSON
SKÍRNIR
gervingum. Andstæðurík lýsing hennar, tískuklæddrar en „með
göt á sokkunum“ er í andstöðu við Alþingishátíðarrómantík
ársins. Hér verða skyndileg umskipti í stíl, eftir hugleiðingu um
íhaldssemi kemur allt í einu: „Brr, - brr, þrymjabílahornin. Togar-
arnir orga.“ Togaraverkfall er rætt hjá köllunum um borð og í
veislu hjá fína fólkinu, rætt af mismunandi viðhorfum og orðalagi
(hversdagslegt orðalag hjá fína fólkinu, en að verulegu leyti upp-
hafið hjá togaraköllunum!). Svo kemur sögumaður einnig beint
fram með skoðanir sínar, svo sem að togarasjómenn fari nauð-
beygðir í verkfall vegna lélegra kjara. Það er á hátíðaræðustíl, líkt
og greinastíll fyrrnefndra rammaklausna í t. d. „Liðsauki“. Sjálf
lýsingin á átökum verkfallsmanna og lögreglu tekur 3-4 síður af 20.
Hún er í hröðum frásagnarstíl, þar sem mest ber á stuttum aðal-
setningum. Auk upphafsins eru í sögunni tvær aðrar árásir á kirkj-
una, prédikun er skopstæld í óbeinni ræðu, og söguhetju dreymir
að hann sé kominn til himnaríkis, en það reynist þá stjórnast af
hagsmunum atvinnurekenda. Sögunni lýkur með því að eðlileg
hegðun æskufólks, samstaða, er sett fram andspænis ógnunum lög-
reglunnar. Markmiðið sem tengir öll þessi sundurleitu atriði er
ekki bara að sýna stéttaátök í verkfalli, heldur stéttarhagsmuni
hvarvetna í þjóðfélaginu, þar á meðal hvernig ríkjandi viðhorf,
m. a. í trúmálum, verji hagsmuni ríkjandi stéttar. Með því að taka fyrir
svo margvísleg svið í lífi fólks, öll mikilvæg, koma á óvart með
stílnum og sýna á annan hátt andstæður á yfirborðinu, sem síðan
tengjast í heild, skapar sagan sláandi heildarmynd af lífsskilyrðum
venjulegs alþýðumanns.
Líklega er smásagan „Hinn mikli segull“ samin vorið 1934 sam-
kvæmt samþykkt í Félagi byltingarsinnaðra rithöfunda, um að fé-
lagsmenn skyldu æfa sig í að skrifa „lögreglusögur“. Mér sýnist
það tengjast pólitísku deilumáli líðandi stundar, tillögu um ríkis-
lögreglu. Ýmsir skrifuðu slíkar sögur, en aðeins saga Halldórs Stef-
ánssonar lifði af, sagði Kristinn E. Andrésson 1971.17 Þetta er saga
um hlutverk lögreglunnar gagnvart stéttaátökum, og er ekki ólík-
legt að átök atvinnuleysingja og lögreglu við Góðtemplarahúsið
sumarið 1932 hafi orðið henni nokkur efniviður.
í upphafi sögunnar ríkir svipuð fjarlægð gagnvart viðfangsefn-
inu og í sögunni „Réttur“. Sagan hefst með annarlegri líkingu sem