Skírnir - 01.04.1989, Qupperneq 169
SKÍRNIR
HALLDÓR STEFÁNSSON . . .
163
setur mannlegt atferli fram - ekki sem sjálfráðar athafnir, heldur
sem ósjálfráð viðbrögð, eins og á sviði eðlisfræði. Höfuðborgin er
segull, fólk úr sveitum og þorpum eins og járnsvarf. Þriðji liður í
þessari líkingu er aðdráttarafl segulsins, en það er mannfjöldi borg-
arinnar og húsaþyrpingar. Til samanburðar eru sveitabæir, en um
þá er höfð kunnuglegri viðlíking, „eins og staksteinar á víða-
vangi“.18
Eftir þennan inngang er lesendum sýnd aðalpersóna sögunnar,
og þar gildir enn fjarlægðin, allt beinist að því að sýna ekki per-
sónuleg sérkenni, heldur tegundareintak: „stóran ósvikinn sveita-
mann með silalegt fas og trúgjörn augu“. Þetta er mjög mikilvægt
í sögunni, því þessi persóna á umfram allt að vera dæmigerður al-
þýðumaður, sem öðlast nú sín fyrstu kynni af stéttabaráttunni.
Síðan koma aftur líkingar um útlit borgarinnar, sem miðast við
reynslu sveitamannsins sem sér hana fyrsta sinni. Samt býst ég við
að þær hafi þá verið framandlegri en nú: götugjámeð fólksstraumi;
enn er sérkennilegt að tala um útlínur borgarinnar sem „skarpa
[drætti] og tindótta eins og hraunflóð“. Huglægari viðbót er, að
ekkert geti breytt þeim „nema ný bylting eldsins", og það orð sem
ég nú skáletra, vekur hugrenningatengsl sem eru forboði í sögunni.
Stíllinn breytist í upptalningu hliðstæðna og dregur þannig fram
þáttaskilin þegar sveitamaðurinn rennur inn í mannlíf höfuðborg-
arinnar í „Hinn mikli segull“, þá kemur runa sjö stuttra aðalsetn-
inga, fullyrðinga:
Nú er bíllinn kominn til borgarinnar, hann steypist inn í götugjána, stein-
veggjalengjurnar lykjast um farþegann, fólksstraumurinn umkringir hann,
hann lítur um öxl, leiðin til baka er lokuð, hann er á valdi höfuðborgarinn-
ar. (bls. 75)
Hingað til hefur ríkt fjarlæg yfirsýn efnisins, sem minnir á náttúru-
vísindi. En nú fer söguhetjan að leita sér að vinnu, og íþvíIjósi birt-
ist önnur yfirlitsmynd borgarinnar. Hún er neikvæð, og þá er neit-
að því sem hefði mátt vænta af þeim tveimur atriðum sem eru að-
dráttarafl borgarinnar. Þótt húsunum sé skipulega raðað, er það
ekki til að hver sem er geti sest þar að, mannfjöldinn er ekki til að
hver styrki annan, heldur er borgin vígvöllur. Andstæðan við sveit-
ina birtist í því, að borgin er ekki mjúkur hvíldarbeður, heldur er