Skírnir - 01.04.1989, Page 171
SKÍRNIR
HALLDÓR STEFÁNSSON . . .
165
andkommúnista. Loks segir konan að varalögreglan sé til þess að
berja niður bolsa og verkföll. Það skiptir meginmáli fyrir hneigð
sögunnar, að þessi hreinskilna íhaldsafstaða er sett fram af glæpa-
manni.
En nú breytist orðalag sögumanns, og fer að sýna afstöðu til efn-
isins, og í orði kveðnu þá, að fylgja þessu sjónarmiði konunnar:
Um þetta leyti voru kommúnistar að koma af stað ófriði [. . .] og það út af
ekki merkilegri ástæðu en að þeim fannst strákarnir sem voru að læra járn-
smíði, og ennþá kunnu lítið annað en gera sig sótuga í framan, beittir ein-
hverjum misrétti viðvíkjandi námstíma og launakjörum. Og þó var það
hvergi nærri áreiðanlegt, eftir þeim atkvæðagreiðslum sem fram höfðu far-
ið á fundum í járnsmiðafélaginu, að strákunum þætti sjálfum þeir órétti
beittir, hvað þá járnsmiðum fyndist það, og sízt eigendum verkstæðanna.
Þessi greiðvikni kommúnista varþvímeð öllu óskiljanleg, og þótti sjálfsagt
að reyna að koma vitinu fyrir þá með lögreglu, því fátt er eins sannfærandi
og gylltir hnappar og kylfuhögg. (bls. 81-2)
Ætla mætti að sögumaður tæki undir sjónarmið konunnar til að
vera í talfæri við lesendur sem þannig hugsa - þótt seint sé í sög-
unni. En þetta er stutt klausa, og í lok hennar fer þetta út í háð og
ýkjur sem gera sjónarmiðið hlægilegt. Og í framhaldi hefur sögu-
maður aðra afstöðu (bls. 82-5). Þegar sveitamaðurinn nú gengur
fyrir lögregluforingjann til að fá vinnu í varalögreglunni, beinist
lýsing hins síðarnefnda að því að sýna að hann líti á sveitamanninn
eins og skepnu, sem hann langi til að nota („hann horfði stundar-
korn á þennan risavaxna ungling eins og maður sem girnist reiðhest
náunga síns“). Auk þess er lögð áhersla á það í lýsingu hans að
maðurinn falli illa inn í gerfi lögregluforingjans, það hlutverk verð-
ur þá þeim mun óeðlilegra. I framhaldi er hæðst að viðbúnaði lög-
reglunnar. Annarsvegar er það með ýkjum: „Það líður sjaldan
langt á milli vígbúnaðar og styrjaldar“, hinsvegar með því að sýna
þennan viðbúnað sem leik: „Hann var dubbaður upp í svarta kápu
og sett skyggnishúfa með stórri stjörnu á höfuð hans, en sívölum
tréstaur stungið upp í hægri ermima. Þetta var allt mjög æfintýra-
legt, og Karl var í besta skapi.“ Háðið heldur áfram eftir fundinn,
andstæðingar kommúnista hleypa honum upp svo lögreglan geti
sýnt „hvernig farið væri að því að halda uppi lögum og reglu [. . .]
og féll það í hlut Karls að berja einn gamlan mann í höfuðið“.