Skírnir - 01.04.1989, Qupperneq 173
SKÍRNIR
HALLDÓR STEFÁNSSON . . .
167
Fljótt á litið má þykja óraunsæi að láta þennan einfalda alþýðu-
mann tala ritmál í sögulok. Og víst getur það orkað spaugilega, en
betur að gáð er eðlilegt að hann taki þessa nýju afstöðu á því tungu-
taki sem hann lærði hana á, af ræðu kommúnistans.
Loks lýkur sögunni á yfirlitsmynd, hinni sömu og í upphafi,
sama líking kemur aftur, en nú er hún höfð um annað, og þetta er
á hátíðlegu máli, sem leggur áherslu á boðskap sögunnar:
En nú hafði hinn mikli segull, verkalýðsbarattan, kippt Karli upp með rót-
um úr varalögreglunni og dregið hann til sín eins og járnsvarf. Og hún
sleppir honum aldrei aftur. (bls. 87)
Þeessi athugun á stíl sögunnar og afstöðu sögumanns hefur tekið
nokkurt rúm, en ég vona að af henni megi þá draga ályktanir sem
hafi víðtækara gildi en að lýsa einni smásögu.
Fljótt á litið gæti virst sem sagan væri bara sykurhúð utan um
pilluna sem þarf að koma í sjúklinginn; m. ö. o. að sagan sé til að
skemmta lesendum svo að þeir fáist til að lesa ræðu kommúnistans,
sem sé aðalatriðið, þótt hún taki ekki yfir nema tíunda hluta
textans. Slík túlkun sósíalrealískra sagna hefur oft og víða sést, og
vissulega eru til slíkar „sögur“, en hitt má augljóst vera, að það á
ekki við um þessa sögu. Aðalatriði hennar er að sýna viðbrögðper-
sóna við stéttaátökum sem koma fram í ræðu og viðburðum. I
„Flinn mikli segull“ koma fram megineinkenni sósíalrealismans,
þótt í stuttu máli sé. Saklaus alþýðumaður kynnist stéttaátökum
nútímans, lendir beinlínis í þeim sjálfur. Fyrst fá andstæðingar
verkalýðsbaráttunnar tækifæri til að flytja honum sín sjónarmið,
en þegar hann kynnist málflutningi kommúnista og baráttu, tekur
hann þátt í henni, þótt það kosti hann ofsóknir. Þannig eru sinna-
skipti söguhetju til fyrirmyndar lesendum úr alþýðustétt.
Slíkur tilgangur leiddi menn oftast til að skrifa hefðbundna sögu
í raunsæisstíl, þar sem að vísu er mikil breidd í því hversu mikinn
hlutlægnissvip sagan ber í orðalagi og persónusköpun. Oft verða
áberandi tilfinningaþrungnar klisjur í lýsingum kapítalista, fasista
og kommúnista.19 Slíkt forðast Halldór á þessu tímaskeiði, og það
sem meira er, þótt sögumaður taki afstöðu til efnisins, þá er hún
breytileg, og stíllinn með, svo sem við sáum einnig í „Dauðinn á 3.