Skírnir - 01.04.1989, Side 174
168
ÖRN ÓLAFSSON
SKÍRNIR
hæð“. En vitaskuld er þessi breytileiki samstilltur til að sagan verði
þeim mun áhrifaríkari í ákveðna átt. Því verðum við að segja, að
þótt saga sé sögð í þriðju persónu sé einnig þar sögumaður, að-
greindur frá söguhöfundi. Enda þótt sögumaður tali hér stundum
gegn kommúnistum, þá er söguhöfundur jafnan að tala máli þeirra.
Með þessu fororði er sjálfsagt að fallast á orð Njarðar Njarðvík
(bls. 33): „söguhöfundur verður að vera sjálfum sér samkvæmur
innan verksins, og hann breytist ekki“ - því skáldverk verður þá
áhrifaríkt, ef margvísleg atriði þess beinast saman að einu marki.
En þá er líka augljóst að hugtakið „söguhöfundur" er annað en
maðurinn sem skrifaði söguna, karl eða kona. Þegar hann sest við
skriftir, tekur hann að sér ákveðið hlutverk, í fari söguhöfundar
ríkir bókmenntahefð, flokksafstaða eða annað því um líkt, eða
gleði yfir að uppgötva óvænta möguleika í efninu. Allt þetta kemur
lítið við hversdagslegri sannfæringu rithöfundarins. Þess vegna,
m. a., er svo fánýtt að kanna ævi rithöfunda til að túlka verk þeirra,
ævisagan fjallar um allt nema það sem máli skiptir.
Expressjónisminn
Nú höfum við hugað að helstu sérkennum umræddra smásagna
Halldórs, einum sér og í samhengi. Er næst að leita skýringa á
þeim. Þá er þess að minnast, að hugtakið „expressjónismi“ kemur
upp í fyrstu umfjöllun um sögur Halldórs Stefánssonar,20 og fylgir
þeim nokkuð síðan. Aldrei er það þó skýrt að gagni, nema helst
þegar Einar Olgeirsson talar um „eimlestarhraða Expressjónism-
ans“, eins og við sáum.
Eins og fyrr segir, rak Halldór smiðshöggið á fyrstu bók sína
árið sem hann bjó í Berlín.21 Og expressjónisminn kom upp í
Þýskalandi um 1910 og breiddist síðan út um öll þýskumælandi
lönd fyrst og fremst. Hann var því ekki viðbrögð listamanna við
fyrri heimsstyrjöld, eins og oft sést haldið fram, heldur var hann
kominn fram áður. Utbreiðsla hans varð hröð og náði til á annað
hundrað listamanna, sem dreifðust yfir stórt svæði. Það skýrir að
mjög hefur reynst erfitt að finna einhvern sameiginlegan kjarna ex-
pressjónismans. I bókmenntum hans bar mest á ljóðum og leikrit-
um. En tveir höfundar í þessum hópi lögðu sig fram um að skil-