Skírnir - 01.04.1989, Síða 175
SKÍRNIR
HALLDÓR STEFÁNSSON . . .
169
greina expressjónískan prósa, Alfred Döblin og Carl Einstein. Og
á grundvelli þeirra skilgreininga hefur bókmenntafræðingurinn
Walter H. Sokel talað um tvær meginlínur í expressjónískum
sögum.22 Sameiginleg báðum er andúð á sálfræðilegum skýringum
athafna persóna, og á öðrum orsakakeðjum. Döblin taldi að með
slíkum skýringum, eigin athugasemdum, væri söguhöfundur að
skerða sjálfstæði verksins en Einstein taldi sálfræðilegar skýringar
vera svik við form listaverksins til að líkja eftir raunveruleikanum.
Báðir leggja lítið upp úr atburðarás og spennandi fléttu. En það er
af ólíkum ástæðum. Döblin sagði að spennandi flétta og orsaka-
samhengi ætti heima í leikritum en ekki í sögum, þar ætti bara að
sýna hluti og atburði, athugasemdalaust, lifandi og sviðsett. Döb-
lin og sá stóri hópur expressjónista sem skrifa að hans hætti, eru því
skyldir straumi sem liggur frá Flaubert og Henry James, um raun-
sæishefð, natúralisma, fútúrisma og Kafka til „nýskáldsagna", sem
komu fram í Frakklandi á 6. áratug 20. aldar; stefnt er að hlutlægni,
söguhöfundur á að dyljast á bak við verkið.
Carl Einstein og fylgismenn hans voru á gagnstæðri skoðun um
þetta. Þeir töldu að sviðsetning eða myndræn atriði (Gebárde) ætti
heima í leikritum, en skáldsögur ættu að byggjast á framsetningu
hugmynda, svo sem hjá André Gide (en sögur hans hafa yfirleitt
þótt vera alltof afstrakt). Hugmyndirnar lætur Einstein koma fram
í athugasemdum sögumanns eða einhverrar persónu í sögunni,
stundum koma hugsanir hennar í stað lýsinga, og raunar vildu þeir
Otto Flake hafa hugmyndir í stað myndrænna lýsinga, sem ríktu
aftur á móti hjá Döblin, Heym, Kafka, Edschmid o. fl. Enn lengra
gekk t. d. Leonhard Frank með sósíalískum útleggingum að hætti
siðferðisprédikana fyrri tíðar sem nú þóttu vera ólistrænar sértekn-
ingar og gamaldags, m. a. að dómi Döblins. En ágengur sögumaður
er í stórum flokki frásagna af þessu tagi, þær eru dæmisagna-
kenndar, og beinast að því að sannfæra lesendur um málstað eða
láta hugmyndir takast á. Hér telur Sokel upp verk eftir Else Lasker-
Schúler (frá 1906), Carl Einstein (frá 1912), Flake (frá 1919) og svo
stórvirki Musils: Der Mann ohne Eigenschaften (Eiginleikalausi
maðurinn, 1930). Sögur þessara þriggja síðasttöldu höfunda eru
mestmegnis samtöl, en þar sem samtölin hafa ekki þann tilgang að
skapa persónur, heldur setja fram hugmyndir, koma oft langar ein-