Skírnir - 01.04.1989, Qupperneq 178
172
ÖRN ÓLAFSSON
SKIRNIR
hún tengi meiri andstæður saman. Langsóttar líkingar Halldórs
Stefánssonar stefna í þá átt, og sýna umfram allt hugarástand sögu-
persónu, þ. e. eru skáldleg samþjöppun.
Halldór Laxness kynnti expressjónisma þegar vorið 1925, í for-
mála að kvæði sínu „Unglíngurinn í skóginum“ í tímaritinu Eim-
reiðinni. Pað virðist þó ekki hafa verið áhrifavaldur á nafna hans,
því hér er eingöngu um ljóð að ræða: „Expressíónistiskum skáld-
skap er fremur ætlað að valda hughrifum fyrir hreims sakir og
hljómrænnar notkunar orða en hins, að gefa einhverja eina rétta
efnislausn."24 Og reyndar eru ýmis ofangreind formseinkenni á
sögum hans, t. d. á fyrra bindi Sölku Völku, sem birtist 1931. Per-
sónur eru mjög lifandi, hver með sitt einkennandi málfar. Það getur
verið fáránlegt, svo sem smekklausar líkingar og guðsorðaglamur
foringja Hjálpræðishersins. En sögumaður er ekki síður áberandi,
með sjónarmið og málfar heimsmanns, ólíkt þorpsbúa, t. d. þegar
lýst er inngöngu Sigurlínu og Sölku í þorpið: „Fannfergi var mikil,
snjórinn illa troðinn, vond færð. Skafbylurinn stóð beint í andlitið
á þeim eins og æfinlega er um svona fólk.“25 Iðulega rennur tal
sögumanns ómerkjanlega yfir í óbeina ræðu með hugsunum sögu-
persónu, jafnvel aftur til baka í tal sögumanns, t. d. þegar Sigurlína
er að frelsast (bls. 23-5). Og einnig koma langsóttar viðlíkingar
fyrir í tali sögumanns. Todda trunta byrjar að vitna „með hendurn-
ar krosslagðar á maganum, í sjöunda himni, eins og ölvaður erki-
biskup, sem er látinn í haf á konunglegri freygátu“ (bls. 21). Svip-
aðs stíls gætir raunar fyrr hjá Halldóri Laxness, í smásögum frá
1926 („Saga úr síldinni“) og 1928 („Og lótusblómið angar“). En
þær voru ekki prentaðar fyrr en síðar, báðar á árinu 1930 (í Eim-
reiðinni) og svo aftur í bókinni Fótatak manna, 1933. Sögumaður
hefur þar sérkennilegt orðalag og skoðanir, mjög ólíkt því sem
sögupersónur hafa, enda er hann stundum mjög fjarlægur efninu,
líkt og vísindamaður sé að lýsa mauraþúfu. Þetta er líkt og í
rammagreinum Halldórs Stefánssonar (í t. d. „Liðsauki"). Halldór
Guðmundsson hefur í nýlegri bók bent á að annarlegum við-
líkingum bregði fyrr fyrir hjá Halldóri Laxness, t. d. segir í Undir
Helgahnjúk sem var samin 1923, að dagarnir „komu eins og út-
lendir drykkjumenn sem nema staðar fyrir utan túngarð og veifa
höttunum og syngja; eða stara þegjandi heim að bænum; eða þá