Skírnir - 01.04.1989, Page 179
SKÍRNIR
HALLDÓR STEFÁNSSON . . .
173
heingja höfuðin niður í brínguna í vímunni.“ Og í Vefaranum
mikla segir: „Fyrsti spóinn vall í suðaustri eins og úngur drykkju-
maður, sem getur ekki sofið.“ I framhaldi er sauðkindum líkt við
húsmæður og „Kjarrvaxið hraunbrjóstið ilmar eins og barmur út-
lendrar hispursmeyjar.“26 En þótt fjarlægð sé hér milli þess sem um
er talað og hins sem við er líkt, þá var hvorttveggja kunnuglegt í ís-
lensku umhverfi. Og þetta eru stök dæmi um atriði sem eru mun al-
gengari hjá Halldóri Stefánssyni, sem stendur svo miklu nær þýsku
skáldunum í stíl að Halldór Laxness getur ekki verið milliliður, og
því síður önnur íslensk skáld. Hitt sýnist mér að fari ekki á milli
mála, að stíll Halldórs Laxness hefur líka mótast af expressjónisma
í veigamiklum atriðum.
Halldór Guðmundsson álítur (bls. 117) að langsóttar líkingar
einkenni einnig Bréf til Láru eftir Þórberg, en eina dæmið sem
hann tilfærir, er ekki sannfærandi, því þar er ekki um myndmál að
ræða, heldur smellinn vitrænan samanburð: „Það er þetta sem ég
dáist mest að í fari Krists, að hann hafði áræði til að haga orðum
sínum öðru vísi en Jón Magnússon.“
Annar texti á íslensku er líklegri til að hafa vísað Halldóri Stef-
ánssyni veginn. 1927 kynnti tímaritið Ibunn (bls. 234-49) ex-
pressjónismann - af huglægu tagi (í inngangsorðum er m. a. talað
um að sagan sýni „sálfræði byltinganna“) - með smásögu Henri
Allars: „Mannsbarn“, sem þýdd var af Þórbergi Þórðarsyni og
Hallbirni Halldórssyni). Upphaf sögunnar er svona:
Mannsbarn fæddist.
Ko-ngæ! Ko-ngæ! Bim-bam! Tílí-lílí-bom! Brrr-akk! Vzzz! Tra-ta-ta-ta!
Krrakkk! Þess vegna
Nei: fyrir föðurlandið ólgar orusta. Vorir unnu-þess vegna! Ekki kveðju-
hljómur, ekki heiðursskot! Heldur sigurhljómur, drápsskot!
Húrra!
Mannsbarn er nakið. Rennir augunum upp á við. Kjallaraherbergi.
Myrkur, raki, eymd. Móðir kveinar af sársauka. Faðir berst fjærri - við
mannbræður.
Sagan rekur svo eymdarævi þessa dæmigerða öreiga, um uppreisn
til aftöku hans. Áberandi er stíllinn, sem ofangreind klausa sýnir
vel, einkum hljóðlíkingar og styttar setningar, sögninni að vera er