Skírnir - 01.04.1989, Síða 180
174
ÖRN ÓLAFSSON
SKÍRNIR
sérlega oft sleppt. En þessi sami stíll er alla söguna út í gegn. Hitt
virðist mér heppnast mun betur hjá Halldóri Stefánssyni að bregða
út af venjulegu málfari í þeim hluta sögu sem hann vill sérstaklega
draga fram, í hápunkti.
Hvörf
Við höfum nú séð einstök dæmi expressjónisma á Islandi. Það er
sláandi að hann virðist einna sérkennilegastur í lok 3. áratugsins, en
slotar eftir það, fyrst í stíl. Það er í fyrstu bók Halldórs Stefánsson-
ar sem mest ber á styttum setningum og upphrópunum. Neikvæð
viðbrögð27 kunna að hafa hrakið hann frá þessum brautum til meiri
alfaraleiðar, enda var hann þá ekki mótaður höfundur, því þótt
margt sé vel gert í þessum fyrstu expressjónísku sögum, verða ýms-
ar seinni sögur hans mun minnisstæðari en þær sem hér hefur verið
rætt um. En expressjónísk einkenni eru aðeins á hálfum öðrum tug
sagna hans, í sex ár samtals, á fyrri hluta 4. áratugsins. Þegar í
„Júlíus", síðustu sögunni í safninu Dauðinn d 3. hæð (1935) ber lít-
ið á expressjónískum einkennum, þótt hún sé huglæg frásögn
sögumanns. 1936 birti Halldór þrjár sögur og allar skv. raunsæis-
hefð. 1937 var metár hjá honum, hann birti þá eina smásögu í
hverju hefti Réttar, en þau urðu níu þetta ár. En eftir það birti Hall-
dór aðeins eina smásögu á næstu fimm árum (í Tímariti Máls og
menningar 1940), fram að næsta safni, sem kom út 1942 (Einn er
geymdur, en þar voru átta nýjar sögur, auk flestra sagnanna frá
þessum tíma).
Þessi útgáfulægð gæti bent til kreppu, og fylgir reyndar verulegri
breytingu á sagnagerð höfundar. Af þessum sögum frá 1936—42 er
það helst „Tvær þjóðir“ í Rétti 1937 sem er myndræn og í tilfinn-
ingaþrungnum setningabrotum. Sú saga er þó svo rökræðukennd,
að hún jaðrar við að vera blaðagrein með dæmum (hún var ekki
endurbirt í bók). „Þriggja tíma viðstaða" (1942) er sundurleit
mynd alþýðufólks á ferðalagi. En annars gildir það um flestar sagn-
anna frá þessum árum, að þótt áfram sé þar ágengur sögumaður,
eru þær yfirleitt eintóm frásögn á hefðbundnum raunsæisstíl, varla
er hægt að tala um neitt kjarnaatriði í sögunum, og sáralítið er
sviðsett. Það sem kallað var háttur blaðaskrifa í rammagreinum