Skírnir - 01.04.1989, Side 181
SKÍRNIR
HALLDÓR STEFÁNSSON . . .
175
smásagna svo sem „Liðsauki“ verður hér einrátt. Skýring þessa
virðist mér sú, að meginatriði sagnanna er að afhjúpa þjóðfélagslegt
samhengi, og það er þá gert í skipulegri framsetningu. Er þar því
fátt eða ekkert sem komið gæti á óvart, þarna ræður ekki bók-
menntalegt viðhorf, og á heildina litið virðast mér sögur Halldórs
setja verulega ofan sem bókmenntaverk frá ogmeð árinu 1937, ein-
mitt þegar hann birtir sem mest. E. t. v. hefur hann þá freistast til
að láta ýmislegt frá sér fara, sem hann áður hefði ekki talið fullunn-
ið. Stundum er raunar lögð rækt við sérkennilegt málfar einstakra
persóna, og umhyggja fyrir smælingjum er áberandi, einkum fyrir
börnum og gamalmennum. Ekki er það þó svo að skilja, að Halldór
haldi sig alveg í túnfætinum hjá Einari Kvaran. Nýjung hans er sál-
arlífsathuganir. Þegar lítilmagnar Einars Kvarans urðu fyrir illri
meðferð, leiddi það til þess að þeir fundu góðmennsku, annað
hvort hjá öðrum persónum eða hjá sjálfum sér. En hjá Halldóri
Stefánssyni launa þær illt með illu, þar sem því verður viðkomið,
jafnvel við óviðkomandi lítilmagna. Það verður ólíkt sterkari
mynd og meira sannfærandi en hjá Kvaran, og skiljanlegt að Hall-
dór hafi viljað spreyta sig á nýju sviði, sálarlífslýsingar lagði hann
lítt stund á áður. En þetta eru fáar sögur,28 svo ekki er það þess-
vegna sem Halldór hverfur frá formtilraunum sínum - enda var hér
bent á að annað verður nú meira áberandi hjá honum. Ekki það að
sögurnar verði pólitískari, pólitískar voru þær fyrir, en nú höfða
þær miklu meira einhliða til skilnings lesenda eftir hefðbundnum
leiðum.
Ef reynt er að skýra þessa breytingu, þá er þess fyrst að geta að
ekki hefi ég fundið neina gagnrýni á frásagnarhátt Halldórs um
miðjan 4. áratuginn. En þá kom raunar fram mjög harkaleg ádeila
á expressjónismann erlendis, í röðum róttækra rithöfunda. Þar ber
einkum að nefna Georg Lukács sem hóf þessar árásir sínar á árinu
1934, í tímariti Alþjóðasambands byltingarsinnaðra rithöfunda.
Halldór Stefánsson var ásamt nánustu félögum sínum í forystu Is-
landsdeildar þess. Ekki höfum við heimildir um umræður um þetta
efni í félaginu á þessum tíma. Lukács taldi ásamt fleirum, að ex-
pressjónisminn hefði, a. m. k. óbeint, leitt til nasismans. En raun-
sæishefðin væri ávöxtur borgaralegs húmanisma, og þann arf
þyrftu róttækir rithöfundar að rækja, einkum á tímum samfylking-