Skírnir - 01.04.1989, Page 182
176
ÖRN ÓLAFSSON
SKÍRNIR
ar gegn fasisma. Ýmsir róttækir rithöfundar andmæltu Lukács, og
einkum stóðu þessar deilur í tímariti nýs „Alþjóðasambands rit-
höfunda til varnar menningunni", sem kom í stað hins byltingar-
sinnaða, síðari híuta ársins 193 5.29 Þegar í fyrsta bindi Raubra
penna, í árslok, 193 5,30 tekur Björn Franzson upp sjónarmið Luk-
ács og segir að þegar borgarastéttin hafi verið framsækin pólitískt,
þá hafi list hennar verið verðmæt, en
fútúrismi í bókmenntum, kúbismi í málaralist, atonalismi í hljómlist eru
sérkennandi listastefnur þessa tímabils, sem hefst með heimsstyrjöldinni
og táknandi um andlegan óbyrjuskap borgarastéttarinnar, rótleysi og stétt-
villingshátt hins smáborgaralega fjölda.
Þótt expressjónismi sé ekki nefndur sérstaklega, þá hittir þessi
gagnrýni hann eins og aðra framúrstefnu. Einmitt á þessum árum
snúast flestir leiðtogar íslenskra róttæklinga gegn nýjungum í ljóð-
formi.31
Framúrstefna í listum er í vörn en ekki sókn næstu árin, og enn
herti meira að henni í seinni heimsstyrjöldinni. Reyndar voru
framúrstefnuskáld alveg sérstaklega ofsótt í ógnaröldinni sem
hófst í Sovétríkjunum 1936. Iljósiþess að afturhvarf Halldórs Stef-
ánssonar til raunsæishefðarinnar verður um líkt leyti og samskonar
afturhvarf róttækra rithöfunda á Islandi og alþjóðlega, virðist lík-
legast að það sé skýringin.
Samantekt
Við höfum séð að Halldór Stefánsson byrjar sagnagerð sína með
tilfinningaþrungnu orðalagi ágengs sögumanns, en það þótti gam-
aldags á 3. áratugnum. Sagnagerð Halldórs hefur breyst töluvert
við ársdvöl hans í Berlín 1929-30. Sögur hans fá verulegan svip af
huglægum expressjónisma Carl Einsteins og félaga, en mikið svig-
rúm til persónulegrar sköpunar er innan þess ramma, svo sem þess-
ar smásögur hans sýna. Þessi bókmenntastefna var vissulega í
veigamiklum atriðum í framhaldi af þeirri sem hann fylgdi áður: í
huglægri framsetningu, en nú kemur meðvituð ögrun nýtísks stíls
í stað klisjanna áður (þótt þær séu enn stundum með, t. d. í „Hrein-
arnir“). Mest ber á annarlegum, langsóttum líkingum, einnig tekur