Skírnir - 01.04.1989, Page 183
SKÍRNIR
HALLDÓR STEFÁNSSON . . .
177
hann nú upp að nota setningaslitur og hljóðlíkingar til að draga
fram tilfinningarót. Sérkennilegar myndrænar lýsingar verða
stundum áberandi, frásögn af örlögum persóna skiptist á við yfir-
litsklausur í stíl greina um þjóðfélagsmál. Vissulega eru þessi frávik
frá raunsæishefð ekki umfangsmikil ef litið er á textamagnið í þess-
um sögum Halldórs, en setja áberandi svip á þær, einkum í svið-
setningu fyrst í sögunum. Ovenjumikið er þó um þessi einkenni í
sögunum „Nýmálað“, „Hinn mikli segull“ og „Dauðinn á 3. hæð“.
Halldór hverfur að mestu frá því að nota setningaslitur eftir fyrstu
bókina, hin sérkennin sem hér hafa verið rædd, hverfa að mestu
1936. Þessu virðast valda pólitísk straumhvörf, að hann hafi eins og
flestir kommúnískir menntamenn og skáld, lagað sig að borgara-
legum hefðum í samfylkingu gegn fasisma. Mjög þykir mér draga
úr bókmenntagildi verka hans við þau umskipti.
Eg man ekki til að aðrir höfundar sýni expressjónísk einkenni
næstu áratugi. Vissulega þyrfti að kanna það betur. En svo við fær-
um efni greinarinnar nær lesendum, þá er athyglisvert, að löngu
síðar, fyrir rúmum áratug, birtist skáldsaga sem mér sýnist ná
áhrifamætti sínum einkum með þessum megineinkennum ex-
pressjónismans sem við höfum hér séð á sögum Halldórs Stefáns-
sonar. En það er Punktur punktur komma strik eftir Pétur Gunn-
arsson. Ef við lítum á I. hluta, þá fléttast þar saman saga af ástum
pars og innskot sögumanns sem horfir yfir sviðið úr mikilli
fjarlægð, og segir frá skoðunum sínum. I 6. k. ber hann húsnæðis-
þörf verðandi fjölskyldunnar saman við það sem gerist hjá
skordýrum, en það verður tilefni til hagfræðiyfirlits í marxískum
anda. 7. k. sýnir goðsögurnar um ástalíf, sem kvikmyndir halda að
almenningi, og hvernig hann lagar sig að þeim. I 8. k. er fæðingu
barns lýst, en um leið heimsstyrjöldinni:32
Einhversstaðar í sömu nótt hrúguðust líkin upp og skurðgröfurhöfðu ekki
við járnbrautalestum sem streymdu í neistaflugi með efni í fleiri lík. Uti í
geimnum gláptu plánetur sem voru ef til vill jörðin fyrir milljörðum ára eða
áttu kannski mannlífið í vændum. Myndu peningarnir líka stjórna þeim í
framtíðinni?
Þessi fjarlægð sögumanns frá efninu finnst mér dæmigerð fyrir
söguna alla. Afleiðingin verður sú, að persónur hennar og aðstæð-
Skírnir -12