Skírnir - 01.04.1989, Qupperneq 184
178
ÖRN ÓLAFSSON
SKIRNIR
ur verða fyrst og fremst dæmigerðar, týpur, enda þótt þær séu jafn-
framt gerðar lifandi. Og textinn bragar allur af ankannalegum lík-
ingum, sem gera sögumann sínálægan lesendum, hann hnippir í þá
- auk þess sem líkingarnar sýna oft eitthvað sem undir býr. Og það
samstillir Pétur af listfengi. T. d. hefst bókin á því að skipið smellir
kossi á landið, en það ætlar maðurinn sem þá stekkur í land sér
m. a. að gera við konuna, „þau skrönsuðu fyrir horn“ eins og bílar
á hraðferð, „svo klofaði hann yfir hversdagslega meðalhegðun“. í
stað þess að lýsa samförum parsins er eitthvað ámóta sagt um lauf-
blöðin til að sýna haustið; og endar á tilvitnun í kennslubók í líf-
fræði til að gera þetta framandlegra:
Uti á götu var komið haust - hægt sleppti lífið taki á laufblöðunum sem eld-
roðnuðu, skruppu saman og lögðu af stað til jarðarinnar: handstrengjótt,
fjaðurstrengjótt, flipótt og tennt. (bls. 6-7)
Eg skal ekkert um það fullyrða hvort Pétur hefur lært beinlínis af
Halldóri Stefánssyni, en það held ég að ýmsir gætu, lengi hefur allt
of lítið farið fyrir þessum höfundi, sem í bestu verkum sínum sam-
einaði óvenjumikla dirfsku og vandvirkni. Og hann gerði nýja
bókmenntastefnu sannarlega innlenda um hríð með huglægum,
nýstárlegum rithætti, sem einkenndist af sérkennilegu myndmáli
og rofinni framsetningu að hætti módernismans.
Tilvísanir
1. Skáletranir eru mínar, nema annað sé tekið fram.
2. Halldór Stefánsson: Sögur og smáleikrit, Rvík 1950.
3. Sveinn Skorri Höskuldsson: Gestur Pálsson. Ævi og verk /-//, Rvík
1965.
4. Sjá Guðmund G. Hagalín: „Einar Hjörleifsson Kvaran“, Skírnir 1939
(bls. 5-34), bls. 12-14, og Þórð M. Helgason: „Inngangur". Þorgils
gjallandi: Sögur, Rvík 1978 bls. 9-70.
5 Sjá óprentað doktorsrit mitt: Le mouvement littéraire de la gauche is-
landaise dans l’entre deux guerres (Bókmenntahreyfing Rauðra penna),
k. 4.2. Það var varið við Lyon-háskóla 1984. Til á Lbs. og Hbs.
6. Sveinn Skorri Höskuldsson: tv. rit, II, bls. 607, 614, 618, 621,642. Mér
þykir orðalagið „sýndarlíking“ heppilegra en orðalag Sveins: „óeigin-
leg líking“. Wayne C. Booth segir ítarlega frá þessari hefð, að höfund-
ur hverfi í skuggann, í riti sínu: The Rhetoric of Fiction, Chicago 1961.