Skírnir - 01.04.1989, Side 190
184
SIGURÐUR LÍNDAL
SKÍRNIR
III
Til frekari glöggvunar á því hvernig mál hafa þróazt skal hér gefið
yfirlit yfir stofnun kaupstaða og bæja:3
Reykjavík skv. konungsúrskurði 18. ágúst 1786. Var áður í Sel-
tjarnarneshreppi.
Akureyri skv. reglugerð nr. 48, 29. ágúst 1862. Var áður í Hrafna-
gilshreppi.
ísafjörður skv. reglugerð nr. 9, 26. janúar 1866. Var áður í Eyrar-
hreppi sem sameinaður var ísafjarðarkaupstað 3. október 1971 og
þá aflagður.
Seyðisfjörður skv. lögum nr. 15, 8. maí 1894, sem taka skyldu gildi
1. janúar 1895. Var áður í Innri-hreppi sem hafði til orðið við skipt-
ingu Seyðisfjarðarhrepps með bréfi landshöfðingja nr. 121, dags.
23. nóvember 1893. Sá síðarnefndi hélt hinu forna nafni sínu.
Hafnarfjörður skv. lögum nr. 75, 22. nóvember 1907, sem taka
skyldu gildi 1. júní 1908. Var áður í Garðahreppi sem til varð við
skiptingu Alftaneshrepps í Bessastaðahrepp og Garðahrepp með
bréfi landshöfðingja nr. 144, dags.17. september 1878.
Siglufjórður skv. lögum nr. 30, 22. nóvember 1918, sem koma
skyldu til framkvæmda 20. maí 1919. Var áður Hvanneyrarhrepp-
ur.
Vestmannaeyjar skv. lögum nr. 26, 22. nóvember 1918, sem öðlast
skyldu gildi 1. janúar 1919. Var áður Vestmannaeyjahreppur.
Neskaupstaður skv. lögum nr. 48, 7. maí 1928, sem öðlast skyldu
gildi 1. janúar 1929. Var áður Neshreppur, en hann hafði orðið til
við skiptingu Norðfjarðarhrepps í Neshrepp og Norðfjarðarhrepp
með stjórnarráðsbréfi nr. 78, dags. 10. júní 1913.
Akraneskaupstaður skv. lögum nr. 45, 27. júní 1941, sem öðlast
skyldu gildi 1. janúar 1942. Var áður Ytri-Akraneshreppur, en
Akraneshreppi hafði verið skipt í Ytri- og Innri-Akraneshrepp
með bréfi landshöfðingja nr. 18, dags. 20. febrúar 1885.
Ólafsfjarðarkaupstaður skv. lögum nr. 60, 31. október 1944, sem
öðluðust gildi 1. janúar 1945. Var áður Olafsfjarðarhreppur.