Skírnir - 01.04.1989, Page 193
SKÍRNIR
VÖRN FYRIR HREPPA
187
en hann varð til við skiptingu Helgafellssveitar í Stykkishólms-
hrepp og Helgafellssveit með bréfi landshöfðingja nr. 93, dags. 11.
júlí 1892.
Egilsstadabxr skv. auglýsingu nr. 214, 18. maí 1987, sem tók gildi
24. maí 1987. Var áður Egilsstaðahreppur sem stofnaður var með
lögum nr. 58, 24. maí 1974, úr hluta Vallahrepps og hluta Eiða-
hrepps.
Hveragerðisbœr skv. auglýsingu nr. 294, 24. júní 1987, sem tók
gildi 1. júlí 1987. Var áður Hveragerðishreppur sem til varð við
skiptingu Olfushrepps í Hveragerðishrepp og Olfushrepp með
bréfi félagsmálaráðuneytis nr. 43, dags. 13. marz 1946.
Mosfellsbœr skv. auglýsingu nr. 371, 31. júlí 1987, sem tók gildi 9.
ágúst 1987. Var áður Mosfellshreppur.
Borgarnesbœr skv. auglýsingu nr. 468, 14. október 1987, sem tók
gildi 24. október 1987. Var áður Borgarneshreppur sem til varð
þegar Borgarhreppi var skipt í Borgarneshrepp og Borgarhrepp
með stjórnarráðsbréfi nr. 62, dags. 26. marz 1913.
Höfn í Hornafirði skv. auglýsingu nr. 537, 15. desember 1988, sem
tók gildi 31. desember 1988. Var áður Hafnarhreppur sem orðið
hafði til við skiptingu Nesjahrepps í Hafnarhrepp og Nesjahrepp
með bréfi félagsmálaráðuneytis nr. 59, dags. 12. apríl 1946. Hafði
Nesjahreppi verið skipt úr Bjarnarneshreppi með landshöfðing-
jabréfi nr. 130, dags. 14. nóvember 1876.
Þetta yfirlit sýnir hver gerbreyting er að verða á sveitarstjórn hér
á landi. Hin aldagamla skipan riðlast nú óðum með því að kaup-
staðir og bæir leysa af hólmi hvern hreppinn eftir annan sem
grunneiningar sveitarstjórnarkerfis landsins. Og sveitarstjórnar-
lögin nr. 8/1986 ýta fast undir þessa þróun. Er þar einkum þrennt
að nefna: Akvæði 10. gr. sem áður hefur verið rakið og virðist ekki
hafa annan tilgang en að afmá heitið hreppur í fjölmennustu
byggðunum. Ákvæði 5. gr. laganna sem mæla svo að lágmarks-
fjöldi íbúa í sveitarfélagi skuli vera 50 manns. Ef færri hafa verið
þrjú ár samfleytt er félagsmálaráðuneyti skylt að eiga frumkvæði
að því að sameina það nágrannasveitarfélagi, hvort heldur þar er