Skírnir - 01.04.1989, Page 198
192
SIGURÐUR LÍNDAL
SKÍRNIR
skírskotar framar öðru til þeirrar sameiginlegu og sérstæðu reynslu
sem sett hefur mark á tiltekinn hóp manna kynslóð eftir kynslóð.
Nú mótar þessi reynsla sérstaklega þennan hóp, og er hann þá kall-
aður þjóð. Þegar hann hefur unnið menningarleg gildi úr reynslu
sinni er fyrst hægt að tala um þjóðerni sem einhverju máli skiptir.
Ohjákvæmilega dregur þjóðerni því dám af fortíðinni: náttúrlegu
umhverfi manna með örnefnum og sögnum sem því tengjast, sögu
þeirra, hefðum og siðum, sýnilegum minjum svo sem byggingum
fyrri tíðar, og síðast en ekki sízt tungu, sem er ekki einungis sam-
skiptamiðill lifenda innbyrðis, heldur og tengiliður þeirra við kyn-
slóðirnar sem á undan eru gengnar. Allt er þetta nú ofarlega á baugi
í almennri umræðu. Ahugi er mikill á umhverfisvernd og þá ekki
sízt minjavernd hvers konar, sögu lands og þjóðar sýna menn
áhuga, ekki sízt byggða- og persónusögu, ýmsar þjóðlegar hefðir
reyna menn að halda í, t. d á hátíðum og öðrum tyllidögum, um-
ræðum um íslenzka tungu linnir ekki.
Eitt hefur þó bersýnilega orðið útundan þegar menn ræða við-
gang þjóðernis og það eru stjórnskipunar- og stjórnarfarshefðir
landsmanna og þau þjóðleg gildi sem bundin eru við þær. Að vísu
er iðulega á það minnt að Alþingi sé elzta þing veraldar og Islend-
ingar eigi sér langa og sterka lýðræðishefð. Hitt gleymist að enn er
í grundvallaratriðum við lýði landsstjórnarkerfi sem komið var á
fót á 13. öld - embætti sýslumanna og umdæmi þeirra, en rætur
þess má glögglega rekja allt til þjóðveldisaldar - og það sveitar-
stjórnarkerfi sem er að kalla jafngamalt byggð í landinu - hrepp-
arnir. Hvorttveggja hefur verið umgjörð um aldagamlar stjórnar-
farshefðir þjóðarinnar og ekki minni þáttur í ásýnd hennar en það
náttúrlega umhverfi sem hún lifir í með þeim minjum sem því
tengjast. Um landsstjórnarkerfið verður ekki fjölyrt hér, en svo
virðist sem örlög sveitarstjórnarkerfisins séu senn ráðin. Ekki
verður betur séð en þeir sem nú standa þar fyrir nýskipan séu
reiðubúnir að rústa það án sjáanlegrar nauðsynjar og hverjum
áfanga er fagnað með hátíðarhaldi.
Því verður líklega til svarað að orð eða heiti skipti ekki neinu
meginmáli. Reynslan sýnir þó annað. Þegar barátta hófst fyrir
endurreisn Alþingis var það sett á oddinn að sú samkoma bæri heit-
ið Alþingi. Átti hún þó sannast sagna fátt sameiginlegt með sam-