Skírnir - 01.04.1989, Page 204
198
ÞÓRIR ÓSKARSSON
SKÍRNIR
hátt: „Og sólin er ekki eins björt og veðrið ekki eins heitt og heimurinn
ekki eins fagur og 1834.1 guðs nafni huggaðu mig, Jónas! jeg hef misst alla
veröldina. Gefðu mjer veröldina aptur, Jónas minn! þá skal jeg aldrei biðja
Þig optar.“2
Hér verður persónulegt áfall einstaklings til þess að sól tér sortna, sökk-
ur fold í mar. Og það er einungis á mannlegu valdi að bæta úr skák, reisa
veröldina úr rústum og gefa sólinm aftur þá birtu og hlýju sem hún áður
hafði.
II
Vafalítið hefur Jónas Hallgrímsson gefið mörgum manninum glataða ver-
öld að nýju með ljóðum sínum þó að ekki hafi honum tekist að vinda ofan
af tímanum og færa þá Konráð aftur til vorsins 1834 þegar grundvöllurinn
var lagður að Fjölni. Um „guðdómlegt" vald Jónasar sem skálds verður þó
ekki rætt hér. í þessari grein er ætlunin að skoða örlítið nýlegar ljóðabækur
tveggja skálda sem oft hafa verið kennd við atóm eða módernisma. Þessar
ljóðabækur eru Utlínur bakvið minnið eftir Sigfús Daðason og Lágt muld-
urþrumunnar eftir Hannes Sigfússon.
Ef til vill finnst einhverjum goðgá að hefja umræðu um nútímaskáldskap
á því að minnast á 19. aldar menn sem oftast hafa verið bendlaðir við róm-
antík. Ljóðabækur þeirra Sigfúsar og Hannesar gefa þó ýmis tilefni til þess.
Þær snúast þannig að miklu leyti um sömu vandamál og brunnu á þeim
Jónasi og Konráði, tengsl mannsins við tímann og veröldina. Fyrsta ljóðið
í ljóðabók Sigfúsar, „Veröldin", hefst reyndar á beinni tilvísun í ofangreind
orð Konráðs: „Gefðu mjer veröldina aptur, Jónas minn!“
í Útlínum bakvið minnið notar Sigfús Daðason tilvísanir iðulega til þess
að bera samtímann upp að ljósi fortíðarinnar og sýna hvernig sagan endur-
tekur sig í sífellu. Svo er einnig í ljóðinu „Veröldin". Um leið og vísunin í
Konráð er þáttur í almennri lýsingu skáldsins á afstöðu nútímamanna til
veraldarinnar, ósætt þeirra við umhverfi sitt, lífið og tilveruna, er hún aug-
ljós áminning um að svona hafi viðhorf manna löngum verið. Sérhver kyn-
slóð glati veröldinni þegar fullorðinsárin færast yfir, en lifi eftir það í
minningunni um sólríkt og fagurt vor bernskunnar.
Þannig er vísunin í eðli sínu írónísk. Það verður að taka orðum skáldsins
með fyrirvara, enda segja þau ekki allan sannleikann. Andstætt Konráði
ber Sigfús ósk sína tæpast fram af einlægni. Hann hefur enga von um para-
dísarheimt. Það er þarfleysa um slíkt að yrkja, eins og segir í ljóðinu „Spek-
ingarnir görnlu" (bls. 30).
Framlenging út í Söguna getur engin orðið.
Borgirnar og löndin
sokkin og ósokkin
eru utan sjónarhrings.