Skírnir - 01.04.1989, Page 205
SKÍRNIR
TÍMINN OG VERÖLDIN
199
Og verðgildin
þau réttu og stöðugu
látin lönd og leið.
í þessu felst ef til vill megin munurinn á viðhorfum nútímamanna og róm-
antíkera til veraldarinnar. Þar sem nútímamaðurinn er oftast nær vits-
munalegur í afstöðu sinni, veit af og sættir sig við takmarkanirnar sem hon-
um eru búnar, létu rómantíkerar tilfinningarnar ráða ferðinni. Og þótt þeir
sveifluðust kannski frá einni skoðun til annarrar voru þeir yfirleitt heilir og
einlægir í hverri afstöðu sinni, að minnsta kosti meðan orðin voru mælt.
Þannig bjó jafn mikil alvara á bak við lýsingu þeirra á draumaveröldinni og
efasemdir þeirra um að hún væri til. Hálfkæringurinn, sem oft var fylgi-
nautur þessa tvísæis, var því fremur viðleitni skáldanna til að halda öllum
möguleikum opnum en til að brjóta einhverjar skoðanir á bak aftur.
Klofinni afstöðu á borð við þessa vísar Sigfús hins vegar algjörlega á bug.
I bók sinni, Maburinn og skáldið Steinn Steinarr, segir hann: „Ekkert skáld
sem nokkuð kveður að held ég geti látið hjá líða að yrkja um neikvæðið í
tilverunni og tímanum. Hinsvegar mætti stundum álasa skáldum fyrir það
að þeir snúi neikvæði tilverunnar og hlutanna upp í gaman; [...] þegar öllu
er á botninn hvolft verður víst að hafna því að hálfkæringur hafi póetískt
giWi.“3
Þannig situr alvaran ævinlega í fyrirrúmi í ljóðum Sigfúsar ásamt vel
grundvölluðum lífsskilningi og kaldri rökhyggju. Vonir skáldsins og
draumar fá hins vegar hvergi inni, enda er slíkt einungis angi af þeim meiði
nútímans sem fyrirlitlegastur er í huga þess. Hér er átt við bjartsýnina sem
er í eðli sínu „ávani, óvani, veiklun, freisting, / stríðir á móti skynseminni,
lífeðlisfræðinni, sögunni“ (bls. 24).
Og Sigfús verður tæpast borinn þeim sökum að hann yrki ekki um nei-
kvæðið í tilverunni og tímanum. I ljóðum hans er upplausn í öllu, „fin-de-
siécle / í sjálfum þjóðarandanum" (bls. 10). Og vísanir og ummæli hans
benda til þess að hér ráði einhvers konar lögmál ferðinni eða að minnsta
kosti gömul trú tengd aldamótum, þegar eitt skeið sögunnar er kvatt og
haldið inn í nýtt og framandi. Hliðstæður við nútímann finnur skáldið
þannig helst á breytingatímum sögunnar, ekki síst þeim sem hafa þótt ein-
kennast af hnignun og spillingu.
í ljóðinu „Inni“ segir frá því þegar skáldið rótar í neðstu hillunni í bóka-
skápnum og finnur lítið kvæðakver eftir austurríska „módernistann“
Hugo von Hofmannsthal. A ytra borði er kverið að sönnu „fínlegt og
fágað“, eins og svo margt var í Vínarborg síðustu aldamóta, - og er í sam-
tíma okkar. En undir niðri leynast „fyrirboðar og ógnir“, enda var þess
ekki langt að bíða að siðfágaður og glæstur menningarheimur evrópskrar
borgarastéttar yrði „veröld gærdagsins". Hér hefði Sigfús vitaskuld allt
eins getað vitnað í ljóðlínur Steingríms Thorsteinssonar, eldri samtíma-