Skírnir - 01.04.1989, Page 213
SKÍRNIR
TÍMINN OG VERÖLDIN
.207
Ennfremur'nokkurskonar fin-de-siécle
í sjálfum þjóðarandanum
hrátt og rotið fin-de-siécle.
I þessum ljóðlínum hafa sumir séð lýsingu og gagnrýni módernistans á fag-
urfræði póstmódernismans, þar sem fjöllyndið situr í fyrirrúmi og lista-
mennirnir grípa það tilviljunarkennda úrval af veruleikanum sem rekur á
fjörur þeirra og hrúga í verk sín, án þess að umbreyta því fyrst í eina form-
fasta heild, raða „réttum“ orðum í „rétt“ samhengi. Hér áðan var vikið að
tengslum skálda á borð við Sigfús og Hannes við rómantík síðustu aldar.
En ef til vill er einnig ástæða til að rifja upp eitt og annað úr fagurfræði róm-
antíkurinnar í tengslum við póstmóderníska list, til að mynda kröfu
Friedrich Schlegels um að rómantískur skáldskapur sé framsækinn al-
heimsskáldskapur sem sameini allar greinar bókmennta og öll svið lífsins.
Fróðlegt væri sömuleiðis að bera gagnrýni atómskáldanna á nýjungar sam-
tímans saman við viðbrögð bæði klassíkera og raunsæismanna við róman-
tískum bókmenntum, tal þeirra um sjúkleika, formleysu og spillingu.
Og vafalaust mætti segja eitt og annað um rómantíkina í tengslum við
annars konar bókmenntir sem flætt hafa yfir íslenskan bókamarkað á síð-
ustu árum, bernskulýsingar eða bernskuminningar rithöfunda sem sumir
hverjir hafa vart slitið barnsskónum. I ljóðinu „Eftirspurn eftir nýjungum“
(bls. 21) beinir Sigfús Daðason spjótum sínum að þessum bókmenntum,
talar um nýjungagjarna menn sem grafa „síðasta eldhúsreifarann, nýjasta
sullumbull síbernskunnar upp úr pilsvasa sínum“. Einnig hér tekur Sigfús
sér stöðu klassíkerans. Þannig á bernsk tilfinningatjáning fráleitt upp á
pallborðið hjá honum. Um leið er ljóst að skáldið lætur hvers kyns tísku-
stefnur eins og vind um eyru þjóta, vitandi það að ekkert er nýtt undir sól-
inni.
Um enn eitt listform samtímans, rokk- eða popptónlist æskunnar, yrkir
Hannes Sigfússon í ljóðinu „Spurningar“ (bls. 14). Afstaða hans er í heild-
ina áþekk viðhorfi Sigfúsar til sundurlausra og öfgakenndra samtímabók-
menntanna. I þessari tónlist og þeirri menningu sem tengist henni sér
skáldið úrkynjun og afskræmingu, skrílslega múgsefjun þeirra sem stjórn-
ast af gróða- og markaðshyggju kauphallarbraskaranna eða láta sig reka
hugsunarlaust með stríðum straumum tískunnar. Og dans æskunnar virð-
ist stiginn á álíka traustum grundvelli og forðum tíð í Hrunakirkju, kata-
kombunum þar sem bein genginna kynslóða verða smám saman að dufti.
Þeir sem knýja rafmögnuð hljóðfærin
þar til öskur hins pyndaða verða eyrum kunn
er þeim háskinn ljós
í katakombunum
undir dynjandi trumbunum?