Skírnir - 01.04.1989, Page 214
208
ÞÓRIR ÓSKARSSON
SKÍRNIR
Eða dansa limir þeirra einfaldlega
eftir hljóðfalli tímans
eins og kólfar í ærðum klukkum?
Hversvegna minnir æskan í salnum
á óðan skrílinn í kauphöllunurfi
þegar verðbréfin hækka
og hendur mangaranna fljúga upp?
Er æskan í vitorði með heiminum
eða hvirflast hún rótlaus
fyrir móðum nösum tíðarandans?
Það er sannarlega tímanna tákn að heyra lýsingar á borð við þessar af vör-
um manna sem á sjötta áratugnum voru sjálfir gagnrýndir harkalega fyrir
hugsjónaleysi, úrkynjun og árás á íslenska tungu, ljóðlist og menningu.
„Hvers vegna láta börnin svona?“ var spurt þá sem nú, og líkt og nú voru
svörin: rótleysi og skortur á mótstöðu gegn slæmum tíðaranda. Það sýnir
líklega vel hve gagngerðum stakkaskiptum íslensk menning hefur tekið
síðustu áratugi að jafnvel róttækir breytingamenn í listum skuli skyndilega
vera orðnir gagnrýnendur nýjunganna. Um leið má afstaða skáldanna
tveggja til þess allra nýjasta í listum verða mönnum ljós vísbending um náin
tengsl þeirra við aldagamlar menningarhefðir, íslenskar og erlendar.
Það er svo aftur á móti verðugt efni að hugleiða og reyna að grafast fyrir
um rætur þeirra listnýjunga sem kenndar eru við Póst og síma. Við skyld-
um þó aldrei vera farin að fá endursend bréfin sem við skrifuðum hér fyrr
á tíðum? - „Annars er skáldskapur ósköp leiðinlegur og það á ekki að taka
mark á honum, það gerir enginn lengur.“10
Tilvísanir
1. Jónas Hallgrímsson, Kvaði og sögur. Rvík 1980, bls. 144.
2. Bréf Konráðs Gíslasonar. Aðalgeir Kristjánsson bjó til prentunar. Rvík
1984, bls. 69-70.
3. Sigfús Daðason, Maðurinn og skáldið Steinn Steinarr. Rvík 1987, bls.
78.
4. Steingrímur Thorsteinsson, Ljóðmœli. Rvík 1973, bls. 79.
5. Biblían. Það er heilög ritning. Rvík 1973, bls. 639.
6. Einar Már Guðmundsson, „heimsókn". Tilvitnun tekin úr Ný-
græðingar í Ijóðagerð 1970-1981. Eysteinn Þorvaldsson valdi efnið og
annaðist útgáfuna. Rvík 1983, bls. 27.
7. Birgir Svan Símonarson, „Gjalddagar“. Sama rit, bls. 104.