Skírnir - 01.04.1989, Page 216
BALDUR GUNNARSSON
Þegar orð trufla
Vigdís Grímsdóttir
Kaldaljós
Svart á hvítu 1987.
I
KaldaljÓS Vigdísar Grímsdóttur er fasmikil fjögur hundruð og fimmtíu
blaðsíðna skáldsaga og segir frá hnokkanum Grími Hermundssyni sem elst
upp við fjörð undir fjalli. Faðir hans, Hermundur Jónsson, er sjósóknari en
móðirin, Þóra Jónsdóttir, gætir bús. Grímur á systur, Gottínu Hermunds-
dóttur. Fleiri eru nefndir til sögunnar. Þar á meðal eru þau Indriði, ungur
maður sem er til sjós með heimilisföðurnum, unnusta hans Anna sem elur
barn á heimilinu, fjandvinur Gríms, Sigurður Sigurðarson öðru nafni Tumi
og loks myndlistarmenn í höfuðborginni. En fyrst og síðast heyrum við af
einsetukonunni Álfrúnu. Hún þvær þvott fyrir fólk í firðinum þegjandaleg
og gráhærð af lífsreynslu og telja margir að hún sér rugluð. Og fara af henni
sögur.
Grímur Hermundsson er ólíkur sínu fólki og kemur það fram í því að
hann trúir á hið óáþreifanlega en það gera aðrir heimilismenn síður eða
ekki, nema ef til vill í ljósaskiptunum. Grímur veit eitt og annað.
. . . hann veit að Álfrún er norn sem ríður yfir byggðina á priki. Og
hún leynir flugi sínu. Það gerir hún. (bls. 7)
Ekki er gefin skýring á vitneskju hans. Hann bara „veit“ sínu viti, trúarviss-
an er sem runnin honum í merg og bein, það er eins og hann sé þannig
gerður. Hann veit til dæmis að það sem fólk hjalar um í rökkrinu er sann-
leikur þó enginn vilji við þann sannleik kannast í björtu.
Grímur Hermundsson trúir rökkurröddum fólks. Að því leytinu er
hann ólíkur þeim mönnum sem engu trúa öðru en því sem þeir geta
tekið á. Snertitrú finnst honum fátækleg af því að hann veit að á
sumu er ekki hægt að snerta. (bls. 8)
Og því fylgir fögnuður að vera viss í sinni sök, sannleikurinn gjörir mann
frjálsan.
Og eina nóttina þegar hann situr við gluggann sem oftar og horfir á
ókleifan Tind ímyndar hann sér að hann sé fuglinn fljúgandi, setjist