Skírnir - 01.04.1989, Side 222
216
BALDUR GUNNARSSON
SKÍRNIR
manninum frjálst að fjalla um hvað sem er, hvar sem er og hvenær sem er,
allt eftir því sem þurfa þykir. En vegna þess að um er að ræða tilbrigði við
gamalkunnug stef þá liggur hið listræna svigrúm ekki í söguefninu sjálfu,
heldur í efnistökunum. En þar stendur Vigdís mjög í sömu sporum og flest-
ir aðrir rithöfundar. Tilheyrendur Hómers, svo dæmi sé tekið, gjörþekktu
þann sagnaheim sem stendur að baki kviðunum og því gat skáldið ekki
magnað spennu með óþekktum eða óvæntum atburðum. I staðinn einbeitti
hann sér að glímunni við formið og árangurinn varð þessi stórkostlegi
skáldskapur. Og það er einmitt í þessu, að því er mér virðist, sem Vigdís
Grímsdóttir getur vaxið sem rithöfundur.
Við stöndum öll frammi fyrir því að „tilveran“ eða „veruleikinn“ er
skipulagslaus framvinda sem sýnist ýmist vinsamleg eða fjandsamleg og er
þó jafnan skeytingarlaus um það sem manninn varðar. Og allt sem menn
taka sér fyrir hendur ber vitni ástríðumikilli þörf fyrir að koma skipan á
þennan ómennska glundroða og gefa honum merkingu. Hvergi kemur sú
þörf betur fram en í tungumálinu. Við „nefnum“ veruleikann og reynum
þannig að staðfesta hvikula mynd hans áður en hún grefst í snjóflóð og
skriðuföll tímans. En það er eðlislægur galli á þessu merkilega verkfæri.
Tungumálið er nefnilega alltaf að sundurgreina það sem í sjálfu sér er eining
og hreyfing. Þegar við köstum nöfnum á verðandina í kringum okkur þá
hæfir nafnið hið nefnda, staðfestir það, neglir það niður, ef svo má segja.
Um leið slitnar það úr samhengi við flæðið sem allt fram streymir endalaust
og hin sífellda sundurgreining á tilverunni verður til þess að „galdur“ lífsins
gufar upp líkt og þegar einhver grípur fugl og rífur af honum vængina í því
skyni að höndla leyndardóm flugsins. Þannig virðist sem tungan geti raun-
ar aldrei komið orðum að kviku lífsins eða boðið upp á annað en andvana
safn raðtengdra andráa meðan lífið sjálft líður hjá, hvort sem það fer nú
áfram ellegar í hring.
Tarna er úlfakreppa af verra taginu: Annars vegar er ómögulegt að túlka
veruleikann en hins vegar er túlkunin lífsnauðsynleg því án hennar er veru-
leikinn merkingarlaus og þar með óbærilegur. Löngum reyna skáldin að
sleppa úr þessum ógöngum með líkingamáli sem höfðar til skynjunar. Og
ef vel tekst til eiga skáldið og lesandinn að geta mæst á ströndinni í þessum
hljómi sem hvorugur veit hvor hefur slegið og sameinast þar í einni
skynjun. Þetta kemur þó nokkrum sinnum fyrir í bók Vigdísar eins og
dæmin sanna hér að framan. En ef við víkjum að miðjuþyngdarpunkti
bókarinnar, þ. e. a. s. því viðhorfi að dauðinn vinni stundarsigur á
mönnunum og allir komi þeir aftur og allt fari í hring, þá lánast textanum
ekki að efla tilfinningu fyrir því sem haldið er fram. Að vísu kemur fram að
það var einhver Grímur á undan Grími Hermundssyni og teiknaði myndir
handa Alfrúnu, og í ungri vinkonu Gríms í höfuðborginni má sjá fyrir sér
Gottínu endurborna. En þetta dugir ekki til og þegar á reynir skortir það
sem til þarf. I staðinn er manni boðið að lesa bréf Alfrúnar.