Skírnir - 01.04.1989, Page 224
218
BALDUR GUNNARSSON
SKÍRNIR
burtgenginni fjölskyldu Gríms? Sjálfur skilgreinir Grímur söknuðinn
svona:
Stúlka sem heitir Anna hlýtur að sakna manns sem heitir Indriði.
Þannig er það bara. Það liggur í nöfnunum. (bls. 114)
En þar skjöplast Grími. Það liggur nefnilega ekki í nöfnunum. Anna saknar
brosa Indriða, raddar hans, hláturs, faðmlaga, þess hvernig hann hreyfir
sig, í einu orði sagt þá saknar hún alls sem gerir Indriða að þeirri persónu
sem hún þekkir og elskar. En lesendur kynnast þessu ekki og því er Indriði
lítið meira en nafnið tómt.
IV
Þá er framsetning Vigdísar (eða kannski maður geti sagt greinarmerkja-
setning) lítt til framdráttar þeirri lífssýn einingar og flæðis sem verkið held-
ur fram.
Og um nóttina getur hann ekki sofnað. Um nóttina getur hann held-
ur ekki teiknað. Enginn maður getur teiknað myndir án ljóssins.
Enginn maður getur séð það sem satt er og rétt án ljóssins. Án ljóss-
ins eru aðeins útlínur greinanlegar. Án ljóssins er náttúran litlaus.
Tindur aðeins skuggamynd af fjalli. Fólkið einsog draugar. (bls.
174)
Svona stíll splundrar þeirri einingu tíma, guðs, listar og náttúru, sem bókin
vill vegsama í orði. Og þeim mun undarlegra er þetta stílval þegar þess er
gætt hversu mjögflugfuglsins, sú hnökralausa samþætting, og listin, kallast
á í gegnum þessa bók.
En nú má kannski hugsa sér að það sé einmitt ætlun höfundar að sýna
fram á að orðin geti ekki tjáð einingu og flæði lífsins þegar allt kemur til alls,
því „orð trufli“ (bls. 211). En hvað sem því líður verður að gera þá kröfu
að lesandinn geti náð sambandi við textann. Ef textinn hrífur lesandann
ekki þá fer þessi hugmynd erindisleysu ásamt öllu öðru sem höfundur vill
segja. Raunar koma viðbárur af þessu tagi fulloft upp í bókmenntaum-
ræðu. Þá er sagt sem svo að eitthvað sem er barnalegt í stílnum „eigi“ að
vera þannig af því að það sé verið að tala um barn, og liggur að baki sú hug-
mynd að til þess að efla tilfinningu fyrir hinu barnslega sé nóg að orða það
barnalega. En þetta er alrangt. Það sem lítið lætur yfir sér útheimtir jafnan
mestu leiknina. Þannig er listamanninum farið líkt og skylmingameistaran-
um sem barðist einn við átta og mátti þó ekki koma upp urn leikni sína.
Slíka leikni vantar í þennan texta enda fellur hann dauður.
Annað sem spillir framsetningunni og truflar innlifun lesenda er sífelld
ítrekun eða klifun á sömu hugsun.