Skírnir - 01.04.1989, Side 229
SKÍRNIR
SEGÐU ÞAÐ Á ÍSLENSKU
223
meðal barnabóka og skáldsagna, en lægst meðal ævisagna og bóka um
„þjóðlegan fróðleik“, sem vænta mátti.
I frumvarpi til laga um þýðingarsjóð, sem lagt var fyrir Alþingi árið
1981, segir: „Bókmenntum okkar er þörf áhrifa og strauma erlendis frá og
slíkir straumar verða okkur sterkari og nákomnari ef þeir koma í gegnum
íslenskar þýðingar. Auk þess eflist tungan að sveigjanleik og tjáningar-
hæfni í glímunni við að orða merkilegar hugsanir á íslensku."3
En hér er og margs að gæta því í gegnum þýðingar geta erlend mál og er-
lendur hugsunarháttur haft víðtæk og ekki að öllu leyti fyrirsjáanleg áhrif
á viðtökumálið. Hugleiðingar þess efnis hafa valdið mönnum í stærri mál-
samfélögum en hinu íslenska áhyggjum: höfundur fyrstu ensku orðabók-
arinnar, Samuel Johnson, kvartaði t. d. um að þýðing Biblíunnar á ensku
hefði afskræmt þá tungu með ýmiss konar framandi hugtökum og óeðli-
legri notkun orða í óeiginlegri merkingu. En flestum hugleiðingum af
þessu tagi má líka svara með því að benda á að erlend mál hefðu hvort sem
er áhrif á móðurmál okkar, og varla geta þau verið hættulegri í þýddu
formi.
Fyrst umfang þýðinga í daglegu lífi okkar er orðið svona mikið, er
greinilega mikilvægt að gæta að gæðum þess sem þýðendur láta frá sér. Eins
og Heimir og Höskuldur benda réttilega á í bók sinni, hættir mönnum til
að þýða hluti á allt annan veg en þeir myndu sjálfir skrifa. Til að útskýra
þetta vandamál nánar líta þeir á þýðingarferlið: hvað er það sem þýðendur
gera, hvernig er hægt að leggja mat á þýðingar og hvernig geta menn lært
að þýða?
Til að leita svars við þessum og fleiri spurningum hafa þeir valið þá leið
að skoða mismunandi einingar sem þýðendur þurfa að fást við þegar þeir
snúa texta úr einu máli á annað, allt frá einstökum málhljóðum upp í kafla
og heil verk. Um leið og þeir fjalla um þessar einingar 1 stærðarröð ræða
þeir eðli þýðinga og mismunandi þýðingaraðferðir, benda.bæði á dæmi
sem hvetja til eftirbreytni og önnur sem sýna óheppiiegar lausnir, og vísa á
verkefni til þjálfunar.
Einn helsti kostur bókarinnar er hve skýr og vel skipulögð hún er. Stig-
skipt umfjöllun leiðir lesandann að vandamálum á aðgengilegan hátt.
Abendingar höfunda eru hagnýtar og vel útskýrðar, eins og vænta mátti af
reyndum kennurum. Hverjum kafla lýkur með lokaorðum, þar sem tekin
eru saman í stuttu máli þau ráð sem gefin voru á undanförnum síðum. Leit-
ast er við að hafa reglurnar haldgóðar og ótvíræðar án þess að þær séu ein-
strengingslegar, þótt auðvitað viðurkenni höfundarnir að 1 þýðingum, eins
og 1 málnotkun yfirleitt, geta alltaf komið upp álitamál. Þar að auki er bók-
in bráðskemmtileg.
A eftir stuttum formála og inngangskafla kemur umfjöllun um orð og
ólík merkingarsvið þeirra í mismunandi tungumálum. Þar er fjallað um
merkingu orða í ýmsu samhengi, um nýyrði og íðorð og um ýmiss konar
málsnið og stíl sem hæfir mismunandi verkefnum. Bent er á nauðsyn góðra