Skírnir - 01.04.1989, Page 234
228
KENEVA KUNZ
SKIRNIR
Noah, through his window gazing,
Sad the ocean-waste explored;
Saw the waterfloods amazing;
Saw the judgements of the Lord.
But he soon the Lord was praising,
With his vessel safely moored.
Through the heart of Christ, my Savior,
Faith may on God’s heaven gaze;
In the sunshine of God’s favour
Bask for everlasting days;
Strengthened for devout behaviour,
Walking in His holy ways.6
Hér er svo frjálslega farið með efnið að tæpast er um þýðingu að ræða,
heldur eitthvað sem er meira í ætt við eftirlíkingu. Að vísu er ekki heiglum
hent að leika þetta eftir Hallgrími, en hver sem reynir að þýða ljóð veit hve
erfitt verk hann er að glíma við. Þýðandinn hefur hér aðeins náð að endur-
skapa bragarháttinn og einangruð brot af meginefni og myndmáli ljóðsins
en reynir ekki við hina heildstæðu fléttu myndmálsins sem er meginatriðið.
Ekki er það endilega betri lausn á vandanum að þýða einfaldlega orðrétt,
eins og eftirfarandi tilraun til að þýða „Þó þú langförull legðir“ eftir
Stephan G. Stephansson ber vitni:
Though you wide journeying place
every country underfoot,
your mind and heart bear
your homeland’s resemblance,
kinswoman of volcano and Polar sea!
relation of waterfall and hot spring!
daughter of scree slope and heather moor!
son of fishing post and skerry!7
Þýðandinn getur hér hæglega afsakað sig með að hafa þýtt orðin „nákvæm-
lega“ (þótt nokkurs misskilnings gæti), en þýðinguna skortir samt mikil-
vægan trúnað við frumtextann, við hið margræða líkingamál hans, lipurð
og hrynjandi.
Þessir tveir þýðendur hefðu haft gott af því að lesa ráðleggingar Heimis
og Höskuldar um þýðingar á bókmenntatextum, t. d.:
Meginatriðið er að gera sér grein fyrir myndinni sem fólgin er í lík-
ingunni, athuga tengslin sem hún hefur í frummálinu (myndsviðið)
og taka síðan afstöðu til þess hvort hægt er að nota sama myndsvið
[. ..] (bls. 98-99, skáletrun mín)