Skírnir - 01.04.1989, Page 238
232
HELGI ÞORLÁKSSON
SKIRNIR
cacy“ og „brokerage" (sbr. t. d. bls. 4, 6, 36) en hér er hugtakið milliganga
notað um hvort tveggja. Goðarnir höfðu samráð við aðra goða og lausn var
fundin sem allir gátu unað við, t. d. með gerðardómi. Byock telur að um
þetta hafi gilt fastar venjur og má því líta svo á að utan hins formlega dóms-
og stjórnkerfis sem lýst er í lögum hafi verið annað kerfi, til þess ætlað að
koma í veg fyrir ófrið og stjórnleysi og upplausn stjórnkerfisins.1
Hastrup nefnir ekki milligöngu en er sammála Byock um að þjóðveldis-
menn hafi reynt eftir mætti að finna leiðir til að viðhalda valdajafnvægi og
styrkja stjórnkerfið. Munurinn er sá að hún telur að þetta hafi ekki tekist,
stjórnkerfið hafi sjálft borið í sér feigðina, andstæð öfl hafi togast á innan
þess og um 1100 hafi verið svo komið að ekki hafi tekist að hemja þau
lengur. Jafnframt telur hún að ýmis utanaðkomandi áhrif hafi verið mjög
örlagarík, fólksfjölgun hafi breytt stéttaskiptingu, loftslagsbreyting hafi
haft áhrif á búskap og verslun, valdið misskiptingu auðs og styrkt stöðu
hinna efnuðustu. Með kristni hafi komið ýmsar nýjungar, biskupsstólar,
staðir og tíund, sem allt raskaði kerfinu. Staðir og tíund ollu misskiptingu
auðs, hinir auðugu virtu hvorki lög né reglur og fóru sínu fram. Með kristni
komi líka ritlist, sem varð örlagaríkt þegar lögin voru skráð, en jafnframt
nýjar hugmyndir um eðli laga og eignarréttar. Ættirnar hafi átt sér mörk og
viðmiðanir sem hurfu, lög urðu „viðskila við“ þjóðfélagið, fulltrúar er-
lends valds tóku að seilast til áhrifa, m. a. í krafti verslunar.
I þessari lýsingu á röskun kerfisins vegna utanaðkomandi áhrifa eru lík-
lega engin ný tíðindi en athyglisvert er að Hastrup telur að kerfið hafi verið
hrunið um 1100 og vill miða upphaf Sturlungaaldar við þessi aldamót. Það
eru miklu meiri tíðindi í heimi fræðanna að Jesse Byock skuli ekki fallast á
að kerfið hafi raskast fyrr en liðið var á 13. öld.
Aðferðir þeirra Hastrup og Byocks eru líkar að því leyti að þau lýsa kerf-
um en segja ekki atburðasögu. Byock styðst fyrst og fremst við Islendinga-
sögur sem heimildir, sem er nýstárlegt, og hefur stoð af Grdgás og sam-
tímasögum, en Hastrup notar nær eingöngu Grdgás, samtímasögur að litlu
leyti og sniðgengur íslendingasögur nánast alveg. Það sem skilur einkum á
milli í aðferðum er að Hastrup notar óspart líkön og beitir þar mannfræði-
legum aðferðum og kenningum sem höfundur þessarar greinar er nánast
með öllu ókunnugur og mun fjalla um sem leikmaður.
II
Líkönin sem Hastrup notar einkennir hún með orðunum horizontal: ver-
tical og center : boundary. Líkönin lýsa andstæðum hugtökum eða fyrir
brigðum. Hún stillir líka saman horizontal og center gegn vertical og
boundary. Hún notar þessi líkön m. a. til að lýsa kerfum sem þjóðveldis-
menn höfðu til að tákna tíma og rúm. Hún notar þau jafnframt til að lýsa
ættarkerfi, stéttum og stjórnkerfi. Kafli hennar um það hvernig þjóðveldis-
menn skynjuðu sjálfir heiminn með því að beita þessum líkönum í goðsög-
um er sannfærandi. Miðgarður og Utgarður eru tákn fyrir miðstöðvar á lá-