Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1989, Page 247

Skírnir - 01.04.1989, Page 247
SKÍRNIR MANNFRÆÐI OG SAGA 241 virk meðul og Byock vill vera láta. Hitt er auðvitað rétt að ófriður jókst mjög um 1235 og hernaður varð umfangsmeiri en fyrr enda voru þákomnir fram fleiri voldugir goðar en nokkru sinni höfðu verið samtímis á landinu, með burði til að safna saman miklum mannfjölda til herferða. En munurinn á síðari hluta 12. aldar og tímabilinu 1235-1255 er kannski fremur stigs- munur en eðlismunur að þessu leyti. A seinna tímabilinu reyndu menn líka að leita sátta og lögðu mál í gerð, en málafærsla var úr sögunni enda dómar lítt starfandi að líkindum og milliganga ekki virk. En var hún endilega virk- ari á 12. öld? Spyrja má hvort milliganga og sættir hafi verið vænleg leið til að ná friði nema til væru menn eins og Guðmundur ríki, Jón Loftsson og Noregskonungur sem höfðu völd og áhrif til að tryggja að gerðir væru virtar? Voru málafærsla og miliiganga ekki oftast, bæði fyrr og síðar, að- ferðir til að fresta vígum og höfðu þær ekki þegar allt kom til alls fyrst og fremst þau áhrif að mál drógust á langinn en leystust ekki? Byock segir að höfðingjar sem beittu ofbeldi og sýndu ójafnað en virtu ekki sættir hafi fengið aðra höfðingja á móti sér og rekur dæmi þess úr Is- lendingasögum (sbr. bls. 128). Engu að síður komust menn eins og Hvamm-Sturla og Guðmundur dýri upp með að yfirbuga andstæðinga sína í hernaði. Guðmundur gekk jafnvel af andstæðingi sínum dauðum. Þeir virðast hins vegar hafa valið rétta stund til þess að beita ofbeldi, borið pólitískt skynbragð á það hvenær þeim var óhætt að gera þetta án þess að vekja andúð almennings og fylkja öðrum höfðingjum gegn sér. Andstæð- ingur Sturlu virðist hafa verið ófimur við þetta en þess verður að gæta að í Sturlusögu og Guðmundar sögu dýra eru mál skoðuð af sjónarhóli þessara höfðingja en ekki andstæðinga þeirra, sem eru sýndir sem meiri ofbeldis- menn. Geitir Lýtingsson og Snorri goði eru dæmi um höfðingja sem ryðja andstæðingum sínum úr vegi og komast upp með það. Byock rekur mál þeirra Geitis og Brodd-Helga og Snorra og Arnkels goða allýtarlega í bók sinni. Peir Snorri og Geitir voru ekki síður ágjarnir til fjár og valda en andstæðingar þeirra en kunnu þá list að bíða síns tíma. Niðurstaða Byocks er að hinir ofbeldissamari (Brodd-Helgi, Arnkell) hafi þurft að gjalda fyrir yfirgang sinn, þjóðfélagið hafi refsað þeim, jafnvægi hafi verið náð (bls. 202, 220). Engu að síður var það ofbeldi en ekki sættir sem bundu endi á málin og juku völd og áhrif þeirra Geitis og Snorra, svo að óvíst er um jafn- vægið. Athyglisvert er að Byock telur fall Arnkels og Brodd-Helga hafa verið sigur bænda. Hann lítur svo á að bændur hafi losað sig við ofbeldisseggi með því að leita til goðanna Geitis og Snorra og biðja þá að annast mála- færslu. Það kemur fram að Byock telur stéttarmun goða og bænda lítinn (sbr. bls. 114,119) enda hafi bændur getað rakið mál sín sjálfir ef þeir vildu (sbr. bls. 112, 125, 129-30). Þetta er þó óljóst enda segir Byock að bændur hafi kosið að leita til goða um málafærslu þar sem þeir hafi notið sérstöðu (sbr. bls. 165-7). Stundum er helst að skilja að goðarnir hafi starfað sem eins konar lögfræðingar og málafærslumenn en annars staðar kemur fram Skímir -16
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.