Skírnir - 01.04.1989, Page 248
242
HELGI ÞORLÁKSSON
SKÍRNIR
að goðar hafi vegna pólitískrar stöðu sinnar, einkum sambands við aðra
goða og volduga bændur (bls. 112, 148), og vegna liðsafla (bls. 126, 130,
200) einir verið færir um að ráða málum til lykta (sbr. bls. 192-3). Auðvitað
þýddi stórbændum ekkert að reyna að flytja mál á alþingi, þeir voru algjör-
lega háðir goðum, bæði lagalega og pólitískt. A hinn bóginn gátu stór-
bændur væntanlega haft áhrif á störf goða heima í héraði. Samkvæmt heim-
ildum (sbr. líkan Hastrup) réðu goðar í stjórnkerfi og skipuðu dómara á
vorþingum. En jöfnuður skyldi annars vera milli goða og bænda og fleira
fór fram á vorþingi en dómstörf.
Jesse Byock er þetta allt fullljóst. Héruð virðast hafa haft nokkra sjálfs-
stjórn og munu goðar hafa haft samráð við bændur á vorþingum um
héraðsmálefni. Byock bendir á þetta sjálfstæði vorþinga (bls. 60) en gerir
þó ekki mikið úr því, telur að alþingi hafi valdið að samræmi hafi verið mik-
ið á milli einstakra héraða um málefni (bls. 68). Að vísu segir hann að verð-
lag hafi verið ákveðið fyrir hvert hérað á vorþingum (bls. 79-80) og virðist
telja að goðar hafi verið einir um að ákveða það en segir jafnframt að þeir
hafi þó ekki ákveðið neitt án samráðs við fylgismenn sína (bls. 105). Eðli-
legra hefði verið að Byock gerði ráð fyrir að bændur hefðu getað haft mikil
áhrif á ákvarðanir á vorþingum þar sem hann gerir svo lítinn mun á stéttar-
legri stöðu goða og bænda og telur að fylgismenn hafi ráðið miklu um
ákvarðanir. Hann leggur t. d. áherslu á það að engar formlegar hindranir
hafi verið í vegi fyrir að bændur gerðust goðar (bls. 11, 104, 114-15) og
nefnir dæmi um bændur sem urðu goðar þar sem voru Þorgils Oddason og
Þórður faðir Hvamm-Sturlu (bls. 114-15). Þetta getur auðvitað skýrt
hvernig tókst að viðhalda stjórnkerfinu, goðorðum, dómstólum og
þingum. En á hinn bóginn hefði þá þurft að gera ráð fyrir þáttaskilum um
1200 þegar stórgoðaættir voru langt yfir bændur hafnar og hættu að halda
vorþing og virtu dómstóla og stofnanir þjóðveldisins eftir því sem hentaði
í valdabaráttu.
Líklega hefur alla tíð verið allmikill munur á meðalbændum og voldug-
um og auðugum goðum sem töldust vera með blátt blóð í æðum. Einstakir
meðalbændur hafa ekki komist upp með moðreyk gagnvart slíkum goðum
þó að lög kvæðu á um jafnræði. Hins vegar var kannski ekki mikill munur
á goðum annars vegar og hins vegar þeim stórbændum sem voru sjálfir af
goðaættum og seildust eftir pólitískum áhrifum og mannvirðingum. Ur
röðum slíkra manna komu þeir Þorgils Oddason og Þórður Gilsson og
þegar talað er um bændur sem gátu haft áhrif á störf og ákvarðanir goða á
vorþingum ber einkum að hafa slíka stórbændur í huga. Óvíst er hins vegar
hvort þeir gátu beitt sér á alþingi, metnaðargjarnir stórbændur 13. aldar
virðast hafa verið ófærir um það, t. d. Ogmundur Helgason. Alþingi virðist
því hafa treyst stöðu goða á kostnað bænda. Þarna var veila í kerfinu sem
mun hafa orðið örlagarík og hefði verið æskilegt að þau Hastrup og Byock
hefðu beint sjónum sínum að þessu.