Skírnir - 01.04.1989, Side 249
SKÍRNIR
MANNFRÆÐI OG SAGA
243
Byock vísar til deilna í Eyjafirði á 12. öld á milli margra höfðingja, eins
og þeim er lýst í sögu Guðmundar dýra, og fullyrðir með rétti að þær hafi
samsvarað deilum eins og þeim er lýst í Islendingasögum og kerfið hafi ver-
ið hið sama (bls. 114-19, sbr. 174-7). En deilunum fylgdi mikill ófriður
sem þótti í frásögur færandi og niðurstaðan varð sú að Guðmundur dýri
stóð uppi sem sigurvegari, öllum öðrum höfðingjum voldugri á austan-
verðu Norðurlandi. Slík valdasöfnun varð líka á Suðurlandi á 12. öld en
gerðist með hljóðlátari hætti þannig að ekki fer af miklum sögum. En fara
má nærri um hvernig þetta gerðist, t. d. í Rangárþingi. Fyrir breytinguna
hafa líklega verið þar þrír goðar í þingi fremstir meðal jafningja, og naut
hver um sig stuðnings stórbænda sem hafa verið andvígir ófriði og ofbeldi
en reynt að tryggja jafnvægi. Þetta gátu þeir gert með því að beita goðum
fyrir sig á vorþingum þar sem goðarnir áttu samráð um að leysa deilur.
Goðarnir hafa því í raun verið valdalitlir heima í héraði. En kerfið raskaðist
á 12. öld, Oddaverjar unnu á og hafa væntanlega fengið á sitt band þing-
menn annarra goða í krafti auðs, samgangna, mægða (sbr. frillulífi og ætt-
göfgi) og sambands við aðra goða utan Rangárþings og samvinnu við þá á
alþingi. Samþingsgoðar létu goðorð af hendi við Oddaverja sem réðu því
sem þeir vildu, gátu kúgað „óhlýðna" stórbændur og lögðu niður vorþing
en settu valdsvæði sínu ákveðin mörk. Þannig virðist kerfið hafa raskast í
Rangárþingi án þess að kæmi til verulegs ófriðar með milligöngu.5
Til að skýra nánar hvað ég á við vil ég grípa til lýsinga mannfræðinga á
höfðingdæmum sem þeir kenna við stórmenni („big man“) og foringja
(„chief"). Hinir fyrrnefndu hafa mikið fyrir að halda virðingu sinni og
áhrifum, t. d. með veislum, en eru í raun valdalitlir og fylgismannalið þeirra
er ótraust. Efnahagur foringja er betri, þeir hafa meiri tekjur og veita betur,
þeir taka höfðingdæmi í arf og staða þeirra er tryggari en stórmenna en
samt þurfa þeir stöðugt að styrkja hana með vopnavaldi, útvegun fágætra
muna, veislum og gjöfum.6 Stöðu Oddaverja svipar mjög til stöðu foringja
en hinir valdaminni goðar hafa sennilega ekki verið miklu tryggari í sessi en
stórmenni.
En þrátt fyrir allar athugasemdir mínar verð ég að lýsa yfir ánægju minni
með bók Byocks og athuganir hans á milligöngu. Hann hefur uppgötvað
þetta kerfi og sýnt fram á hversu mikilvægt það var. Eg get fallist á að Is-
lendingasögurnar lýsi í meginatriðum hvernig þetta kerfi milligöngu gat
starfað á 12. öld en ég held að þær séu hvorki góðar heimildir um milli-
göngu né stjórnkerfið á 13. öld. Eg get ekki verið sammála Byock um að
milliganga sýni einungis hvernig setja mátti niður deilur og tryggja lög,
reglu og frið og varðveita þannig stjórnkerfið. Milliganga sýnir að mínu
mati jafnframt og ekki síður hvernig sumir goðar gátu notað kerfið til að
tryggja sjálfum sér meiri völd og auð, m. a. með því að kúga bændur til að
láta af hendi fé og með því að ryðja úr vegi andstæðingum sínum, í fullri sátt
við aðra goða. Islendingasögurnar lýsa því ekki eingöngu hvernig komist