Skírnir - 01.04.1989, Page 250
244
HELGI ÞORLÁKSSON
SKÍRNIR
var hjá hruni stjórnkefisins og falli þjóðveldisins, þær skýra einnig hvernig
nota mátti milligöngu til að auka völd sín með ofbeldi og færa kerfið úr
skorðum.
I þessu sambandi má finna að því að Byock segir hvergi í bók sinni berum
orðum hvernig á því stóð að þjóðveldið leið undir lok. Eg er ósammála
Hastrup um að kerfið hafi verið hrunið í aðalatriðum um 1100; það lafði
a. m. k. sums staðar fram undir lok 12. aldar, eins og dæmi Byocks sýna.
Hann telur að stjórnkerfið eins og því er lýst í Grágás og störf kerfisins og
milliganga eins og þessu er lýst í Sturlungu og Islendingasögunum hafi ver-
ið með sama hætti á 11. öld og síðar, en um tímann fyrir 1100 er allt í óvissu,
okkur vantar heimildir til samanburðar og því verður að setja fyrirvara og
slá varnagla um þetta. Hastrup telur að stjórnkerfið hafi verið í stöðugri
þróun eða umsköpun, eins og skipting landsins í fjórðunga og stofnun
fimmtardóms sýna og virðist líklegt að svo hafi verið á 11. öld líka. Ari
fróði segir okkur að vísu ekki frá neinum endurbótum á kerfinu eftir að
fimmtardómur var stofnaður en það þarf ekki að merkja að kerfið hafi ver-
ið talið fullkomið á 11. öld og staðið óhaggað. Miklu líklegra er að ráðandi
öflum hafi þótt hentugt að geta notað kerfið eftir þörfum, t. d. Haukdæl-
um, Asbirningum og Æverlingum (Hafliða Mássyni) sem munu hafa náð
miklum völdum án þess að njóta til þess tíundar og staða. Hið óvænta var
að stórbóndanum Þorgilsi Oddasyni tókst í krafti goðavalds að setja Haf-
liða Mássyni stólinn fyrir dyrnar. Við fáum hins vegar ekkert að heyra um
það hvernig Hafliði hafði náð svo miklum völdum sem raun bar vitni. En
stjórnkerfið tryggði ekki að slíkir stórhöfðingjar sem Hafliði gætu ekki far-
ið sínu fram að vild með stuðningi annarra stórhöfðingja og þeim var sjálf-
sagt í lófa lagið að breyta kerfinu, sniðganga það eða viðhalda því, eftir því
sem hentaði. En grundvöllur goðaveldisins virðist hafa verið ótraustur,
stórhöfðingjar eins og Hafliði komu og fóru og er þetta líklega helsta skýr-
ing þess að kerfið kann að hafa haldist í aðalatriðum á 11. og 12. öld.
Skoðanir Byocks kunna því að vera réttar um þetta. A 12. öld breyttust
hins vegar efnahagslegar forsendur fyrir goðavaldi og við lok aldarinnar
komu fram voldugir goðar og stórgoðaættir sem voru fastar í sessi og virtu
ekki kerfið eða kusu að sniðganga það. Þannig hrundi kerfið og þjóðveldið
leið undir lok.
IV
I upphafi þessarar greinar var fullyrt að Jesse Byock væri undir allmiklum
áhrifum frá mannfræði í bók sinni og skal reynt að rökstyðja það. Stofnanir
og kerfi eru ær og kýr mannfræðinga. Þeir draga fram hvernig kerfi
(„strúktúrar") starfa, hvaða reglur, venjur og hlutverkaskipan gilda og
hvernig störf (,,fúnksjón“) stofnana eru miðuð við festu, jafnvægi og
stöðugleika. I mannfræði er talað um „strúktúral-fúnksjónalisma".7
Mannfræðingar geta nefnt fjölda dæma um það hvernig ofbeldi er afstýrt í