Skírnir - 01.04.1989, Page 251
SKÍRNIR
MANNFRÆÐI OG SAGA
245
fábrotnum samfélögum og friður tryggður.8 íslendingar höfðu sitt eigið
kerfi ætlað í þessum tilgangi og Jesse Byock hefur dregið það fram manna
best; hann hefur lært af mannfræðingum (og félagsfræðingum?) að sjá
kerfi, reglur og venjur sem öðrum hefur yfirsést. Sagnfræðingar leita miklu
frekar að árekstrum og breytingum en Byock fullyrðir að þeir ýki breyt-
ingar á þjóðveldistímanum, samfella sé megineinkennið, a. m. k. fram um
1230, en ekki breytingar. En þetta er einmitt atriði sem sagnfræðingar
gagnrýna mannfræðinga fyrir, að þeir dragi upp myndir af kerfum og kyrr-
stöðu og yfirsjáist breytingar.9 Ekki ber að skilja svo að ég telji að Byock
starfi sem mannfræðingur í þessum skilningi; hann rekur alls kyns breyt-
ingar á þjóðveldistímanum skýrt og skipulega og hefur mikla þekkingu á
heimildum en kemst að þeirri niðurstöðu að breytingarnar hafi ekki hrófl-
að neitt verulega við kerfinu sem hann lýsir.
I fyrri hluta bókar sinnar lýsir Kirsten Hastrup þeim kerfum í þjóðveld-
inu sem hún telur að skipt hafi mestu máli. Lýsingin er með samtímasniði
eins og lýsingar mannfræðinga sem hafa sjálfir verið á vettvangi. Seinni
hlutinn er saga þjóðveldisins þar sem lögð er höfuðáhersla á að sýna breyt-
ingar, lýsingin er með langtímasniði. Ekki gerir Hastrup grein fyrir neinum
fyrirmyndum sem hún hafi fyrir þessu vinnulagi, það er sennilega mjög
nýstárlegt. Fyrst skal litið á fyrri hlutann og reynt að átta sig nánar á vinnu-
brögðum.
Hastrup setur verk sitt ekki inn í neina rannsóknarsögu og gerir ekki
grein fyrir hvers vegna hún velur þau efnisatriði í fyrri hluta sem raun ber
vitni, tíma, rúm, ættarkerfi, félags- og stjórnkerfi, stéttir og heima handan
þjóðfélags (goðsögur, útlegð). Mannfræðingar fjalla t. d. mikið um fjöl-
skylduna í yfirlitsritum, kjarnafjölskyldu og stórfjölskyldu og hjónaband
í tengslum við þetta, svo dæmi sé tekið, en þessu eru gerð fátækleg skil í riti
Hastrup.10 Sú spurning vaknar hvort finna megi einhvern fót fyrir þeirri
stórfjölskyldu á Bergþórhvoli sem lýst er í Njálu. En til eru þeir mann-
fræðingar, kenndir við „ethnoscience" eða „new ethnography", sem líta
svo á að þeim beri í rannsóknum sínum meðal framandi þjóða að losna sem
mest við fordóma og viðmiðanir við eigið samfélag en kanna hvernig hin
framandi þjóð skynjar sjálf umhverfi sitt og menningu. Þessir fræðimenn
eru undir áhrifum frá franska mannfræðingnum Claude Lévi-Strauss.11
Hann leggur mikla áherslu á að mannfræðingar kynni sér viðhorf viðmæl-
enda sinna til tíma og rúms. Lévi-Strauss segir að menn skynji og skilji nátt-
úruna út frá ákveðnu hugsanaferli og sama hugsanaferli komi fram í
menningunni. Þess vegna er athugun á tíma og rúmi lykill til skilnings á
menningunni.12 Hastrup byrjar á að lýsa hugmyndum þjóðveldismanna
um tíma og rúm án nokkurs formála eða greinargerðar og lesandi sem ekki
þekkir til mannfræði á líklega bágt með að átta sig á til hvers leikurinn er
gerður. Nánari lestur sýnir að Hastrup mun sækja mikið til Lévi-Strauss,
til þess benda líkön hennar en strúktúralistinn frægi notar slík líkön mjög
mikið til að sýna að maðurinn hugsi í hliðstæðum og andstæðum, þetta sé