Skírnir - 01.04.1989, Page 253
SKÍRNIR
MANNFRÆÐI OG SAGA
247
hafa verið farin að mótast og breytast fyrir áhrif Evrópumanna áður en
mannfræðingarnir komu á vettvang.16 Þessu má líkja við áhrif kristni á 11.
og 12. öld á Islandi, það er fjarska erfitt að átta sig á á því hvernig kristnin
breytti hugmyndum manna um tíma og rúm, eignarrétt, fjölskyldu, hjóna-
band og ætt. Hastrup gerir nokkra grein fyrir þessu en þykist vita svörin
miklu oftar en líklegt má telja.
Sagnfræðingurinn og mannfræðingurinn B. S. Cohn segir að sagnfræði-
leg mannfræði eigi að snúast um: „the delineation of cultures, the location
of these in historical time through the study of events which affect and
transform structures, and the explanation of the consequences of these
transformations."17 I seinni hluta bókar sinnar fæst Hastrup við að gera
grein fyrir breytingum á kerfinu og ytri áhrifum. En hún leitar ekki beint
til frumheimilda, svo sem Islendingasagna og samtíðarsagna, heldur styðst
við skoðanir fræðimanna, einkum þeirra sem eru löngu liðnir, t. d. Valtýs
Guðmundssonar og Olafs Lárusson, og gætir þess ekki að ýmsar túlkanir
þeirra á húsakynnum, byggðarsögu og fólksfjölda eru varasamar af því að
þeir treystu á Islendingasögur með þeim hætti sem ekki þykir forsvaranleg-
ur. Frá liðnum fræðimönnum hefur Hastrup tekið í arf þá skoðun að þjóð-
líf á Islandi hafi staðið með miklum blóma fyrir 1100 en síðan hafi öllu tek-
ið að hrörna og er þetta arfur frá tímum sjálfstæðisbaráttu íslendinga (t. d.
bls. 13, 128, 169, 172,225,238).
Líklegt virðist að skynsamlegra hefði verið fyrir Hastrup að gera tvær
samtímalýsingar á þjóðveldinu, miða aðra við u. þ. b. 1120 og hina við
u. þ. b. 1260 og halda sig strangt við tímann en bera síðan saman lýsingarnar
og gera grein fyrir breytingum með því að nota lög, Islendingasögur og
samtímasögur, fornleifar og yfirleitt allar hugsanlegar heimildir. En ekki er
ég tilbúinn að lýsa nánar á þessu stigi hvernig standa ætti að slíkri rannsókn.
V
Til skamms tíma hafa sagnfræðingar og mannfræðingar lagt áherslu á
hversu ólíkar greinar þeirra séu, sagnfræðingar miðað við að kanna upp-
runa og þróun og bundið sig við hið einstaka, einkum í evrópskum samfé-
lögum, en mannfræðingar haldið sig við hið almenna, kerfi og störf þeirra,
einkum meðal framandi þjóða á seinni tímum. En í raun og veru hafa sagn-
fræðingar mestan áhuga á hinu almenna í hinu einstaka, þeir eru stöðugt að
bera saman einstaka atburði til að finna almenn einkenni, og þeir geta lært
af mannfræðingum að flokka og setja í kerfi.18 Niðurstöður mannfræðinga
um framandi þjóðir hafa vakið alveg nýjar spurningar í sagnfræði; einkum
gefið þeim sagnfræðingum sem kanna evrópsk samfélög fyrir iðnbyltingu
forvitnilegt efni til samanburðar. Mannfræðingar eru hins vegar ekki leng-
ur eins bundnir við framandi og frumstæð samfélög og áður og finna til
þeirrar þarfar að geta sett lýsingar sínar í sögulegt samhengi.
Jesse Byock og Kirsten Hastrup hafa gengið rösklega fram í því að tengja