Skírnir - 01.09.1990, Blaðsíða 19
SKÍRNIR
UM DAUÐANS ÓVISSAN TÍMA
271
Hórasi og Villon kemur fram sú hugmynd að „bókmenntalegur
minnisvarði“ komist undan örlögum þess minnisvarða sem gerður er
úr efni vegna þess að hann breytir boðskap sínum í táknrænt tungumál.
I stað þess að breyta holdi í stein til þess að varðveita hina efnislegu
tilveru eru þeir að fást við það sem harla erfitt er að festa hendur á: hið
raunverulega, innra eðli tilverunnar eða „the problem of being". I
kvæði Hórasar segir m.a. (í þýðingu Helga): „Aldrei alveg ég dey; /
eitthvað af sjálfum mér / flúið gröfina fær; / framtíð um aldir mun / lofa
mærðarhlut minn".1
I kvæði sínu ræðir Villon fyrst um dauðann sem sameiginlegt fyrir-
bæri öllum mönnum. I síðari hlutanum snertir dauðinn hins vegar með-
vitund einstaklingsins. Þar segir hann m.a. „Dauði, ég mótmæli grimmd
þinni“, þ.e. „Mort, j’appelle de ta rigueur" (upphaf kvæðis í „Le Testa-
ment“ sem nefnist Rondeau, bls. 104). Villon er í kvæðum sínum bæði
sá sem talar í fyrstu persónu og sú ímyndaða persóna sem rætt er um í
kvæðunum. í upphafi kvæðisins „Le Lais“ segir hann: „Ég, Franjois
Villon ..." og lokaerindið speglar upphaf kvæðisins með því að nefna
hann aftur með nafni. Þegar hann talar um að hann láti af hendi „Mes
tentes et mon pavillon“ (bls. 42) er það orðaleikur: pavillon er borið
fram eins og „pas villon“ þ.e. „ekki Villon".2 Þetta kemur bæði fyrir í
upphafi kvæðisins og í lokin. Nichols túlkar þetta þannig að með þessu
staðfesti Villon að umbreytingunni sé lokið, hún sé fullkomnuð; búið
sé að breyta öllu því sem er Villon í kvæði og það sem er ekki Villon sé
horfið. I lok kvæðisins er skáldið horfið, í síðasta erindinu hljómar
önnur rödd, „his posthumous voice“. Það sem hann skilur raunveru-
lega eftir eru kvæðin, endingarbetri en jarðneskir munir.
Nichols telur að rödd skáldsins í „Le Testament“ sé þríþætt, þar tali
fórnarlambið, dómarinn og skáldið en þessi þrjú hlutverk séu um leið
1 Á frummálinu: „non omnis moriar multaque pars mei / vitabit Libitinam:
usque ego postera / crescam laude recens.“ Horace, Odes and Epodes, útg.
G.P. Goold. Harvard University Press, 1. prentun 1914, endurpr. og
endurskoðað 1978.
2 „Mes tentes et mon pavillons“ þýðir bókstaflega tjöld mín og tjaldbúðir,
þ.e. dvalarstaður sem er ekki til frambúðar. Þetta á sér biblíulega samsvörun
t.d. í orðum Páls postula í II. Kor. 5,1: „Þótt vor jarðneska tjaldbúð verði
rifin niður,þá höfum vér hús frá Guði, eilíft hús á himnum...“ ogí II. Pét.
1,14: „Ég veit, að þess mun skammt að bíða, að tjaldbúð minni verði svipt.“
(þ.e. líkama mínum), sbr. S. G. Nichols: „Franjois Villon“ bls. 550-551.
18 — Skírnir