Skírnir - 01.09.1990, Blaðsíða 95
SKÍRNIR
.ÍSLANDS ER ÞJÓÐ, ÖLL SÖKKT f BLÓÐ'
347
Lýsingin á dauða Marteins skipstjóra sýnir að um helgibrot var að
ræða, enda einkennist hún af kristilegu táknmáli; skipstjórinn er dæmi-
gerður píslarvottur, og syngur latneska sálma í dauðanum. Náttúran
sjálf vitnar um sakleysi hans þvf að storminn lægir við aftökuna, og að
vori rekur nái Spánverja á land, „alla heila,/því engin kind/á þeim
bærði."1
Spánverjavígin voru hamslaus og blóði drifin; vart er hægt að hugsa
sér svívirðilegra ofbeldi. Grimmd böðlanna var þó einkar mannleg;
morðlostinn var afleiðing skipulagðs, formbundins ofbeldis - fyrir
þeim var þetta stríð.
Stríð hefur ákveðinn tilgang líkt og vinna, stefnt er að fyrirhuguðu
markmiði.2 Það er að sjálfsögðu ekki andstæða ofbeldis, en það er
bundið ákveðnum lögum sem þátttakendur gangast undir, eins og í
leik. Því er líkast sem samfélagið allt stígi yfir í heim hins bannfærða og
virki skynsemi sína í þjónustu tortímingar og dauða; skipulögð saurgun
á sér stað líkt og í fórnarathöfnum til forna. Yfirleitt er hún háð ströng-
um reglum eða takmörkunum: hermaðurinn má hvorki drepa stríðs-
félaga sinn né nauðga konu af eigin þjóðerni, né heldur ræna og rupla
án leyfis yfirboðara. Raunin er þó sú að allt getur gerst eftir að saurg-
unarferlið er hafið. Ofbeldið verður hamslaust og snýst gegn eigin
markmiði takist ekki að stöðva það í tíma. Þá er hætt við að landamæri
heimanna tveggja rofni og ofbeldið flæði inn í heim vinnu og skipulags.
Sönn frásaga greinir frá slíku ferli. Bændurnir vestfirsku lifa í fastmót-
uðum vinnuheimi frá degi til dags, heimi sem einkennist af skorti, auð-
mýkt og harðri lífsbaráttu, tilveru án nautnar. Inni í Djúpi breytist allt
þetta; það er drepið, eytt og sóað, etið og drukkið, eins og á kjötkveðju-
hátíð. Þessa næturstund falla gildi vinnudagsins eins og fjötrar af mönn-
um; þeir uppgötva ofsann í lífinu, flauminn og ástríðuna, fyllast ofboðs-
legri frelsiskennd. Það er þá sem Ari missir tökin - á hættulegasta
augnabliki átakanna; bændurnir óhlýðnast höfðingja sínum og brjóta
griðaheit hans - valdið sjálft riðar til falls, ofbeldið er orðið stjórnlaust.
Markalína heimanna tveggja er oft óljós, því að andstaðan gegn
ofbeldi byggist sjálf á ofbeldi að vissu marki - ofsafenginni, neikvæðri
afneitun. Skynsemin er aflvana eftir að ofbeldisöflin hafa leystst úr
1 Sama rit, bls. 52.
2 Georges Bataille, 1987, bls. 41-51; sjá einnig Eyjólf Kjalar Emilsson: „Er
fælingarstefnan mönnum bjóðandi?“, Skírnir, vorhefti 1988, bls. 83-100.