Skírnir - 01.09.1990, Blaðsíða 81
SKÍRNIR
JSLANDS ER ÞJÓÐ, ÖLL SÖKKT í BLÓГ
333
eiginleg öllum mönnum - þeir deyja eins nú á dögum og forðum.
Vísuorðin að ofan minna með óþægilegum hætti á hrollvekjur nú-
tímans, verk eins og Night of the Living Dead eftir George Romero.
Kvikmyndin lýsir tilveru sem snúist hefur gegn sjálfri sér, sundurtættu
og blóði stokknu mannlífi. Öllum eðlilegum hlutföllum er snúið við og
dauðir gera innrás í heim lifenda: „Þegar fullt er í helvíti reika hinir
dauðu á jörðu,“ segir Romero. Ekkert getur stöðvað tortíminguna,
enda er myndin einungis hin fyrsta í óhugnanlegum þríleik; þær næstu
heita Dawn of the Living Dead og Day of the Living Dead. I myndum
þessum eru helstu boðorð vestrænnar siðmenningar brotin, kynferðis-
leg og siðferðisleg, jafnframt því sem kennimörkum lífs og dauða er
útrýmt. Vísuorð Kristjáns Fjallaskálds, „Hvað er líf og hvað er
heimur?“ öðlast nýja og óhugnanlega merkingu. Hugtök okkar reynast
þýðingarlaus gagnvart fyrirbærum sem hvorki eru lífs né dauð og þó
hvort tveggja. Heimur þessara mynda er ógnvekjandi; tómleikinn er
færður út á ysta odd, öll lögmál úr lagi færð - óreiðan ríkir, ljótleikinn,
neikvæðið.
Myndir Romeros minna að vissu leyti á aðstæður sautjándu aldar,
raunverulega atburði eins og Tyrkjarán og Spánverjavíg. Árið 1627
féllu framandlegar verur yfir landið „sem blóðþyrstir vargar yfir eitt
hræ, brenndu og brældu, drápu og deyddu, píndu og pláguðu,
hremmdu og gripu, hvar sem þeir gátu, sem aðrir jagthundar."1 Líkt og
í myndum Romeros sameinuðu þessar ófreskjur mann, dýr og djöful
í útliti sínu. Fólk skynjaði eitthvað ónáttúrlegt og annarlegt í fari þeirra,
sem vakti ofboð og óhug. I báðum tilvikum opnast víti upp á gátt; hið
dauða, ómennska og ónáttúrlega fyllir mannlífið ógn og skelfing, -
sombíur Romeros, lifandi náir, gráðugir í kvikt kjöt manna, og djöflar
íslendingsins, tröll hans, draugar og Tyrkir, torkennilegir og annars
heims, þótt í mannslíki séu. í báðum tilvikum reyna menn að skilgreina
hrylling sinn gagnvart tilveru sem orðið hefur fullkomnu stjórnleysi að
bráð; það er eins og hefðbundin táknkerfi hafi riðlast - dauðinn hefur
blandast lífinu og dýrið runnið saman við manninn.
1 Ólafur Davíðsson: Galdur og galdramál á Islandi, Reykjavík 1940H3, bls.
26.