Skírnir - 01.09.1990, Blaðsíða 136
388
ÞORSTEINN GYLFASON
SKÍRNIR
þessari grein eftir þeim Gunnari Kristjánssyni, Rudolf Bultmann,
Sigurbirni Einarssyni og Vilhjálmi Árnasyni. Eitthvert kvöldið fór ég
með fáeinum þessara starfsbræðra minna á krá eins og gengur, og þar
barst talið meðal annars að inntökuskilyrðum í háskóladeildir. Kom þá
fram að í heimspekideildina þar voru engin inntökuskilyrði umfram
venjulegt stúdentspróf. „Það er bara guðfræðideildin hér serri hefur
inntökuskilyrði," sagði einhver í hópnum. Ég spurði hver þau væru.
„Að trúa ekki á Guð,“ var svarið.
Hinn 15da marz 1987 hafði Félag áhugamanna um heimspeki málþing í
Háskóla íslands um trú og heimspeki. Þar talaði fyrstur Sigurbjörn Einarsson
biskup, en við Vilhjálmur Árnason ritstjóri Skírnis á eftir honum. Erindi
Sigurbjörns birtist í hausthefti Skírnis 1987, lítið breytt að ég hygg, undir
yfirskriftinni „Kristin trú á tækniöld". Það sem hér stendur skrifað er á hinn
bóginn ekki erindi mitt á þessu þingi, heldur sjálfstæð grein um sama efni.
Hún er þó ekki sjálfstæðari en svo að þar er öllum atriðum erindisins haldið
til haga í einhverri mynd. Ég hef einkanlega aukið mál mitt, og eflt mál-
flutninginn eftir föngum í leiðinni. Þá flutti ég erindi um þessi efni á málstofu
guðfræðideildar Háskóla íslands hinn 27da marz 1990 undir fyrirsögninni
„Trú og sannleikur": það var naumast annað en stytt útgáfa af þessari ritgerð.
Svo er annað. Áður en Sigurbjörn samdi erindi sitt hafði ég fengið honum
pappírsblað þar sem tvær hugsanir mínar um kristindóm stóðu skrifaðar, til
þess að hann gæti haft þær í huga í málflutningi sínum ef hann kærði sig um.
Þessar hugsanir, eða kenningar ef menn vilja, hljóða einhvern veginn svona:
FYRRI HUGSUN: Eini tæki skilningurinn á ritningunni er hinn barnslegi
skilningur, eina trúin sem tekin verður alvarlega er barnatrú. Ritningin er eins
og íslendingasögur: henni er ætlað að vera sönn frásögn af miklum við-
burðum. Öll annarleg túlkun á þessari frásögn - til dæmis í ljósi greinarmunar
á trúarlegu gildi og vísindalegu - er ekkert annað en trúleysi eftir viðteknum
skilningi kristinna manna frá fyrstu tíð allt fram á 19du og 20stu öld.
SÍÐARI HUGSUN: Stundum er því haldið fram að til sé meira en einn
sannleikur, til að mynda trúarlegur sannleikur og vísindalegur. Sumir virðast
jafnvel trúa því að ólíkir sannleikar (með leyfi að segja) geti stangazt á. Þetta
er rangt. Sannleikurinn er aðeins einn: hann er sá sem við kennum börnum
að segja. Og það er höfuðatriði um sannleikann að hann er sjálfum sér
samkvæmur.
Ritgerð Sigurbjörns ber nokkur merki þessara hugsana. En enn er ekki öll
sagan sögð um tilefni þeirrar greinar sem lesandinn hefur nú fyrir framan sig.
í þriðja hefti Tímarits Máls og menningar 1986 birtist grein eftir Vilhjálm
Árnason ritstjóra Skírnis: „Réttlæti og trúarsannindi, eða Vegurinn, sann-
leikurinn og lífið“. Þessi grein spratt af orðaskiptum okkar Eyjólfs Kjalars