Skírnir - 01.09.1990, Blaðsíða 230
482
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
SKÍRNIR
það að rúllast upp, velta mér með innan í sér. Ég skríð inní ryðbrunna
tundurduflið og öskra nokkrum sinnum eins hátt og ég megna. Gaman
væri að öskra svona í dómkirkju, hugsa ég. Horfi á grasið út um
hringlaga opið. Heyri að regn er byrjað að falla á rauðan málminn. Ef
hann rignir nógu mikið get ég breytt þessu dufli í kafarakúlu, nálgast
þannig upprunalegt hlutverk þess. (bis. 14)
Hrifsa forboðnu jólakökusneiðina og læt mig hverfa, inn í herbergi
mitt og skríð undir rúmið. Teygi mig eftir teppinu sem breitt er yfir
sængina og læt það falla fram af rúmstokknum, bý þannig til lokrekkju.
Stjörnukíkirinn blindur við gluggann. Ég legg aftur augun og læt mig
dreyma um stýrimennsku á sjöhafaskipi sem aldrei strandar, kemur
mánaðarlega við í Esbjerg að taka eldspýtnafarm ... (bls. 54)
Gamli maðurinn og drengurinn hafa báðir þessa tilhneigingu og gæti það
bent til þess að „kistan“, sem í yfirfærðri merkingu nær einnig yfir þau
hugarfylgsni sem farið er í, sé einskonar kláfferja sem tengir saman ævi-
skeiðin. Hlutverk þessa mótífs er að vísu margbrotið. Kistan er staður
innilokunar og einveru; þar „deyr“ maður um stund frá umhverfi sínu. En
það er einnig kafarahylki sem sent er í leiðangra. Barnið heldur þar í sínar
ævintýraferðir.
Þetta hólf er líka tímavél, farartæki til að ferðast í um tímann; kista Axels
er kölluð „tímahólf frá árinu 1825“ (BR, bls. 44). Þar eru framkallaðar myndir
frá liðinni tíð - og fortíðarhugsun er nátengd bernskuskynjuninni. Undir
sögulok skríður Axel enn í kistuna, sem þá stendur einnig fyrir líkkistu
Heiðu, og sofnar: „I draumnum var hann aftur orðinn drengur [...]“ (bls. 53).
Við höfum aðgang að ótal tímahólfum sem geyma fryst augnablik, og þá
kannski myndir sem við hefðum ekki talið að skiptu neinu máli en birtast
okkur síðar. Um þetta fjallar Gyrðir í ljóðinu „Birta í rnyrkri" í nýjustu
ljóðabók sinni:1
Dimmur himinn yfir húsi og
inni lýsir lampi gulur, vegg-
irnir hafa eyru og hlusta á
írsk þjóðlög, frammi í eldhúsi
situr barn og teiknar grátbólg-
inn fugl á blað en á eldavélinni
hitnar kaffivatnið, ekkert óvenju-
legt á seyði en samt verður þetta
kvöld (veðurspáin fyrir nóttina
siæm) geymt í frystihólfum tímans
og týnist ekki, þiðnar hægt eina
nótt eftir hálfa öld
1 Tvö tungl, Mál og menning, Reykjavík 1989, bls. 42.