Skírnir - 01.09.1990, Blaðsíða 85
SKÍRNIR
JSLANDS ER ÞJÓÐ, ÖLL SÖKKT í BLÓÐ'
337
gegndu „heiðingjar" slíku hlutverki hérlendis; kristnir menn upplifðu
sjálfa sig sem samfélag í andstöðu við þá, menningin var reist á and-
hverfu kristni og heiðni. Með tímanum er eins og þessi andhverfa hafi
glatað merkingu sinni, eða orðið þýðingarminni, án þess að önnur
kæmi í hennar stað. Það átti stóran þátt í framrás félagslegrar óreiðu
sem virðist hafa einkennt íslenskt samfélag á fimmtándu og sextándu
öld, einkum eftir Svarta dauða 1402-94. Um þær mundir er eins og
samfélagsgerðin hafi tekið að sundrast innan frá. Nær helmingur lands-
manna dó í plágunni, enda reyndist stéttakerfinu ofviða að endurnýja
sjálft sig á eðlilegan hátt. A þessum tíma er sennilegt að lausung og flakk
hafi fyrst orðið að verulegu félagslegu vandamáli. Flokkur lausgangara
og flökkufólks varð til sem stétt. Áður hafði förulýðurinn talið fáeina
afbrigðilega einstaklinga; nú fór fullfrískt fólk á vergang, hópar flakkara
fiæddu um sveitir án þess að bændur fengju rönd við reist; fólk fór sínu
fram án tillits til opinberra laga og reglna. Afleiðingin varð óhjákvæmi-
lega vinnuaflsskortur, landbúnaði hnignaði. Samfélagið einkenndist í æ
ríkari mæli af orkusóun, eyðslu, sem hafði í för með sér lögleysu;
lögmál vinnunnar var ekki virt, daglegt líf einkenndist af ofbeldi og
ofneyslu annars vegar, en iðjuleysi og hungri hins vegar. Samhliða
þessu hneigðist kirkjan til töfra og siðleysis; andhverfa heiðni og kristni
varð að ónýtu stjórntæki, siðaboð æðstu kirkjuyfirvalda voru virt að
vettugi. Jafnvel vígðir prestar óhlýðnuðust fyrirmælum kirkjunnar um
einlífi. Lögleysa, galdur og siðleysi gegnsýrðu líf samfélagsins, jafn-
framt því sem reynsla fólks markaðist af sívaxandi örbirgð. Óskipu-
lagið breiddist út án þess að valdhafar fengju rönd við reist.
Siðaskipti sextándu aldar voru andsvar við þessari félagslegu óreiðu;
þeim var ætlað að festa valdið í sessi að nýju - með blóði og járni. Fram
að siðaskiptum hafði dómsvaldið í landinu verið tvískipt. Þannig áttu
veraldleg og andleg yfirvöld oftsinnis í harðvítugri valdabaráttu, sem
hafði það m.a. í för með sér að fjölmörg afbrot voru látin óátalin, eða
þá menn keyptu sig undan refsingum. Lögleysan var m.ö.o. leyfð og
jafnvel notuð í valdatafli. Það átti stóran þátt í framrás óreiðunnar. Með
siðaskiptunum var réttarfarið fengið í hendur konungi og umboðs-
mönnum hans. Blásið var til sóknar. Óreiðan lét þó ekki samstundis
undan síga; það tók sinn tíma að skapa sálfræðileg og hugmynda-
fræðileg skilyrði þess. Fíina nýju valdaskipan skorti enn hlutstætt
mótvægi; það vantaði goðsögulegan andstæðing er fest gæti nýja