Skírnir - 01.09.1990, Blaðsíða 29
SKÍRNIR
UM DAUÐANS ÓVISSAN TÍMA
281
og segir: „skal ég þá þurfa að þenkja / hann þyrmi einum mér?“ (bls.
257). Hann nefnir í næsta erindi það sem alls staðar er lögð áhersla á:
auður og völd megna ekki að breyta neinu andspænis dauðanum.
Þegar skáldið snýr sér til Guðs í níunda erindi hljómar það líkt og
það sé þrautalendingin að leita á náðir himneskrar miskunnar. Og í
tíunda erindi er talað um þungbæra togstreitu líkama og sálar. Það er
ekki fyrr en í tveimur síðustu erindunum sem gleði og von tekst að ná
yfirhöndinni og í lokaerindinu er sigurvissa. Þegar bygging sálmsins er
skoðuð í heild er þó augljóst að ógn dauðans vegur mun þyngra, von
trúarinnar kemur það seint til sögu að hún nær ekki að vega hitt upp.
Hér hefur sálmurinn „Ó, ó, hver vill mig verja“ verið borinn að
nokkru leyti saman við sálminn „Um dauðans óvissan tíma“ og það
kann að vera athyglisvert að halda þeim samanburði áfram. Efnið er hið
sama og byggingin svipuð nema í þeim síðarnefnda er meira jafnvægi.
Sálminum „Um dauðans óvissan tíma“ má skipta í tvennt. I fyrri
hlutanum er fjallað um manninn andspænis dauðanum frá guðlausu
sjónarmiði. I hinum síðari kemur Kristur til sögunnar og allt fær annan
hljóm. I þessum hluta er trúarvissa og æðruleysi sem vegur þyngra en
fyrri hlutinn; traustið til Guðs nær yfirhöndinni. Það er freistandi að
ímynda sér að sálmurinn „Ó, ó, hver vill mig verja“ sé saminn fyrr en
„Um dauðans óvissan tíma“; hann sé eins konar tilhlaup að honum,
æfing. Sömu hugmyndir, sama bygging er á báðum sálmunum en
úrvinnsla efnisins og listræn framsetning er ólíkt glæsilegri í sálminum
„Um dauðans óvissan tíma“. Hann hefst á mynd sem um leið er líking.
Það er mynd af blómi. Orðin sem skáldið notar til þess að lýsa því eru
fá, en þau draga fram fegurð og hreinleika þess sem er nýsprottið. Á
snöggu augabragði er það skorið; fellir blöð og lit. Samlíkingin er þessi:
Þannig er líf mannsins.
„Dagar mannsins eru sem grasið,“ segir í 103. sálmi Davíðs. „hann
blómgast sem blómið á mörkinni, þegar vindur blæs á hann er hann
horfinn, og staður hans þekkir hann ekki framar" (Sálm. 103, 15-16).
I Jobsbók segir: „Maðurinn, af konu fæddur, lifir stutta stund og
mettast órósemi. Hann rennur upp og fölnar eins og blóm, flýr burt
eins og skuggi og hefir ekkert viðnám". (Job. 14, 1-2).
I öðru erindi sálmsins er önnur mynd: Allt fer sömu leið, æskan
unga og ellin þunga stefna beint í fang dauðans. Enginn fær undanþágu.
I þriðja erindi er haldið áfram með samlíkingu fyrsta erindis. Sá sem