Skírnir - 01.09.1990, Blaðsíða 229
SKÍRNIR
MYNDBROT FRÁ BARNÆSKU
481
hjúp“ (bls. 22). (Manni verður hugsað til rithöfundarins Vladimirs Nabokov,
sem var mikill áhugamaður um fiðrildi og lætur þessi vængdýr stundum
flögra um verk sín, meðal annars sem tákn bernskunnar. Hér er einnig
nærtæk skáldsagan The Collector eftir John Fowles.)
Um leið og maður hefur náð fullorðnum tökum á bernskunni er hún sem
liðið lík, sem við höfum komið fyrir í sínu lokaða hólfi. Viðleitni rithöfund-
arins er í þessu efni ekki svo óskyld tilraunum sjálfs barnsins til að komast
yfir þau lögmál sem stýra því. Venja er að tala um bernskuna sem heim sak-
leysis, en þroskaskeið hennar er í raun sífelld atlaga að sakleysinu, tilraun til
að losna við það. Vitund barnsins um dauðann er gjarnan talin fyrsta og
stærsta skrefið út úr heimi bernsku og sakleysis. Dauðinn er einn af þessum
heillandi og ógnandi „stöðum" sem börn verða oft mjög forvitin um. I skáld-
sögu Richards Brautigans, So the Wind Won’t Blow It All Away (1982), sem
Gyrðir Elíasson hefur þýtt á íslensku og nefnt Svo berist ekki burt með
vindum, er sögumaðurinn sem drengur búsettur um hríð við hliðina á
útfararstofu. Hann fer á fætur á undan öðrum til að fylgjast með þegar fram-
liðnir er fluttir, í síðustu vistarveru sinni, út í líkvagninn. Og hann er sérstak-
lega „heillaður af látnum börnum og þeim eftirleik sem dauði þeirra hafði í
för með sér."1 (Benda má á svipað „áhugamál" Álfgríms í Brekkukotsannál
Laxness.)
Hér má greina tengsl við afheima og rýmisskynjun Gyrðis, eða það sem
nefna mætti kistumótíf. Við höfum séð viss afbrigði þess í fiðrildakrukkunni
og í tómu gröfinni í draumi íkornans. Sú gröf kann að tengjast holu sem
Sigmar grefur og sest í fyrr í sögunni, án þess að við fáum skýringu á þeirri
hegðun hans (G/, bls. 16). Frummynd þessarar kistu kann að vera sjálft
móðurlífið. Axel í „Tréfiski" fer upp á hanabjálka að leggja sig: „Á gólfinu
stóð feiknarleg kista með kúptu loki, græn, rósaflúruð, ártalið 1825 undir
lásnum. Hún var opin. Ofan í henni koddi og ullarbrekán. Axel smeygði sér
niður í kistuna, hagræddi koddanum" (BR, bls. 14). Og það er fleira en ártalið
sem tengir þetta rými við fortíð, því Axel „fann notakennd streyma um sig
frá öllu draslinu sem lá á víð og dreif um gólfið. Hér var engu hent“ (bls. 15).
Raunar einkennast mörg ljóð Gyrðis einmitt af sterkri kennd fyrir lokaðri
vistarveru, sérherbergi, þar sem ýmsum kenndum er safnað saman í mynd.
Þar er engu hent; að vísu verður ekki séð að úr verði rökleg heild, en það er
allt í kistunni. Þannig verður sjálft athafnasviðið einnig myndgerving lista-
verkins sem geymir það. Einn anginn af þessari afheimasmíð er þrá lista-
mannsins eftir að koma sér fyrir í verkinu.
Hjá Sigmari í Gangandi íkoma er þessi leit að afheimi heilmikil árátta (sem
ég hygg þó að margir kannist við), hvort sem hann er úti við eða inni, einsog
sést á þessum tveimur dæmum:
Stundum þegar ég hleyp um marflatt túnið finnst mér sem það sé teppi
sem gleymst hefur að líma niður á hornunum, og á hverri stundu byrji
1 Svo berist ekki burt með vindum, Mál og menning, Reykjavík 1989, bls. 23.