Skírnir - 01.09.1990, Blaðsíða 102
354
MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON
SKÍRNIR
Þá hittu þeir enn eina kvenpersónu með barni hennar, sem ekki gat gengið.
Þetta hvorttveggja tóku þeir og fleygðu í bálið. En sem þau vildu skríða út
aptur úr bálinu fleygðu þeir þeim inn aptur með hlátri miklum, pikkandi þau
með sínum langkorðum til dauða. [-] Einn mann, Erlend Runólfsson, eltu
þeir fram á eitt mjög hátt forbergi. Þar höndluðu þeir hann og færðu hann úr
öllum fötum, og settu síðan til skotmáls fram á bjargbrúnina og skutu hann
í hel með hlátri og ys miklum. [-] Einn mann, Ásmund að nafni, liggjandi á
sóttarsæng, höfðu þeir sundurkrassað og höggvið í rúminu, svo það flaut í
blóði, og víðast í byggðinni var fullt með dauðra manna líkami; sumir voru
höggnir, sumir skornir, sumir skotnir, sumir stungnir, hvað hörmulegt var að
sja.1
Framangreindar lýsingar birtast í öllum gerðum skýrslunnar. Orðfæri
er hins vegar með ýmsu móti, eins og áður getur. Eftirfarandi frásögn
er aðeins að finna í yngstu afskriftinni: „[Tvær kvensniptir] voru heim-
færðar að Dönsku-húsunum; önnur þeirra hafði hjá sér börn sín, sem
aumkvunarlega grétu, en þrír af þeim vondu Tyrkjum tóku þau öll og
hálsbrutu lifandi, mölvandi hvert þeirra bein við kletta, fleygjandi þeim
á sæ út, en móðirin emjaði sárlega, sem von var. Þessa [konu] og hina
tóku þeir og lágu hjá þeim með hlátri og skemtan.“2
Séu afskriftirnar bornar saman í heilu lagi kemur greinilegur munur
í ljós. Þannig verða lýsingarnar „líkamlegri" og hrottalegri með tím-
anum; hryllingsnautn skrásetjaranna er augljós. Gengið er eins langt í
niðurlægingu holdsins og hugsast getur. Því er nauðgað og sundrað.
Grimmd ræningjanna virðist ekki einleikin, enda var síðar sagt í bréfi:
„Tyrkja reiði er ei einhæf; hún er einn uppæsandi djöfuls eldur.“3
Minnir skýrslan oftar en ekki á frásagnir Sades markgreifa - til dæmis
þessi lýsing: „Kvenfólkið lá þar dautt mjög mart eptir morðingjana,
sundurkrassað og höggvið; sumstaðar konurnar hjá bændum sínum, en
svo óþyrmilega með farið, að fötin lágu flett fram yfir höfuð, og voru
svo alnaktar að neðanverðu ...“4 Lík eru svívirt og sundurslegin eins og
væru þau skrokkar dýra.
Drápslýsingarnar ná hástigi sínu í yngstu afskriftinni því að þar er
gengið út fyrir öll takmörk - neikvæðið er algert, tortímingin; maður-
inn er gerður að skepnu og form hans tætt sundur: „íslands er þjóð/öll
1 Sama rit, bls. 82-7.
2 Sama rit, bls. 85.
3 Sama rit, bls. 389.
4 Sama rit, bls. 86.