Skírnir - 01.09.1990, Blaðsíða 22
274
MARGRÉT EGGERTSDÓTTIR
SKÍRNIR
kvæði skapi sérstaka spennu. Dauðinn er Donne ekki endir lífsins,
dauðinn er þvert á móti þróttmeiri og mikilfenglegri en lífið; forvitni-
legur, óttalegur og býr yfir vissu og þekkingu sem fæst ekki hérna
megin grafar.1
Dauðinn er víða nefndur í ástaljóðum Donnes. Hann kemur við
sögu í 32 af 54 ljóðum í „Songs and Sonnets“.2 Heiti tveggja kvæða í
„Songs and Sonnets“ minna á Villon: „The Legacie" (Arfurinn) og
„The Will“ (Erfðaskráin) þótt form og efni sé annað.
Hið fyrrnefnda er þrjú erindi. Skáldið segist í upphafi vera dautt
enda deyi það í hvert sinn sem það yfirgefi ástmey sína. Kvæðið er
ávarp til hennar. Skáldið er allt í senn, sá sem talar og sá sem er dauður,
sá sem sér um að erfðaskránni sé framfylgt og arfurinn sjálfur, „mine
owne executor and legacie". Hann arfleiðir konuna að hjarta sínu, en
þegar hann opnar sjálfan sig og ætlar að ná í hjartað til þess að færa
henni, er þar eitthvað annað sem minnir á hjarta en er þó aðeins eftir-
líking; það hefur hvorki lögun né lit raunverulegs hjarta. Hann ætlar að
senda henni þetta í staðinn en það reyndist ógerlegt; enginn maður gat
fest hendur á þessu eða náð tökum á því, þetta var hjartað hennar.
„The Will“ er sex erindi og hefst á því að skáldið ávarpar ástarguðinn
og segist ætla að gera erfðaskrá sína áður en hann gefi frá sér síðasta
andvarpið. Hann byrjar á því að gefa Argusi augu sín en Argus var risi
í grískri goðsögn sem guðirnir notuðu til að njósna vegna þess að hann
hafði augu um allan skrokkinn. I lok erindisins rökstyður skáldið að
hann skuli ráðstafa arfinum á þennan hátt með því að segja: Ástin hefur
kennt mér að gefa engum neitt nema þeim sem á of mikið. Þetta form
er endurtekið í fimm erindum. Hann gefur öllum eitthvað sem er á
einhvern hátt óviðeigandi eða fáránlegt og rökstyður það í lokin með
því að vísa til eigin ástar, þannig hafi hann sóað ást sinni, ætlað hana
konu sem ekki kunni að meta hana. I síðasta erindinu segist hann ekki
munu gefa meira, en hann ætlar að gera annað: ,,..F11 undoe / The world
by dying; because love dies too“ (bls. 57). Þannig er það takmark hans
með kvæðinu að eyða sjálfum sér, konunni sem hann elskar og ástinni:
1 John Carey: John Donne: Life, Mind and Art, Faber and Faber, London
1981, bls. 200.
2 The Poems ofjohn Donne I, útg. H.J.C. Grierson, Oxford University Press
1912. Hér eftir verður vísað til þessarar útgáfu með blaðsíðutali í svigum
innan meginmáls.